Greinasafni: Skipulag
Múrverk frá a-ö. Flotgólf
Fyrirtækið Flotgólf ehf. er alhliða múrverktakafyrirtæki og býður þjónustu öllum þeim sem eru að byggja hvort sem um er að ræða einstaklinga, verktaka eða fyrirtæki. Með múrverki er átt við plötusteypur, einangrun og pússningu innan sem utan, flotun gólfa og flísalagnir.

,,Við sjáum um múrverk frá a-ö. Við skrifum uppá verkið sem múrarameistarar og berum þannig ábyrgð á verkinu, við sjáum um steypulögnina, járnabindingar og veggja- og plötusteypur. Síðan múrum við húsið að utan og innan, flotum gólfin, hlöðum milliveggi, gifsmúrum loft og flísaleggjum innan-og utanhúss,“ segir Oddur Th.Guðnason framkvæmdastjóri Flotgólfa. Flotgólf sérhæfir sig í gifsmúr og flotun gólfa. ,,Við erum brautryðjendur á Íslandi á þessu sviði. Við erum með öfluga flotdælubíla, bæði fyrir anhydritflot og sementsbaserað flot, sem blanda og dæla efninu á staðnum. Við bjóðum uppá ílagnir í heild sinni en einnig er í boði að fá einungis efnið úr bílunum keypt með dælingu,“ segir Oddur. Anhydrit er gifsbaserað flotefni. Það er spennufrítt efni með mikla hitaleiðni. ,,Þetta efni er gjarnan notað yfir hitalagnir í gólfi en í síauknum mæli nota menn gólfhita sem kyndingu frekar en hina hefðbundnu veggofna“ segir Oddur.

  Tvö hundruð tonn af efnum á viku
Flotgólf er stór innflutningsaðili á múrefnum og fyrirtækið flytur inn um tvö hundruð tonn af múrefnum og floti í hverri viku.

,,Við flytjum inn öll efni sem við notum og erum langfremstir í tækjakosti. Efnin sem við erum að nota eru náttúruefni eða efni sem unnin eru beint úr jörðu og eru þar af leiðandi vistvæn,“ segir Oddur.

Oddur Th. Guðnason
framkvæmdastjóri Flotgólfa.
Myndir Ingó
 
Fyrirtækið er fremst í flokki í gifsmúrun og hleðslu milliveggja með gifssteinum. Gifssteinarnir eru gegnheilir 10 cm. þykkir og hafa góða hljóðeinangrun. Einnig eru notaðir vatnsheldnir gifssteinar sem eru notaðir í votkjarna.
 
Fyrirtækið hefur séð um stór múrverkefni eins og í Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun, Háskólatorgi, Náttúrufræðihúsi og Orkuveituhúsinu svo dæmi séu tekin. Einnig hefur fyrirtækið séð um múrverk í fjölda einbýlis-og fjölbýlishúsa fyrir stærstu byggingarverktaka á Íslandi. Hjá Flotgólf starfa um 100 múrarar og hefur fyrirtækið verið í örum vexti að undanförnu.,, Viðskiptin hafa gengið vel og verkefnisstaðan er mjög góð. Umsvifin hafa aukist og við finnum ekki fyrir kreppu hér hjá okkur.,,Við erum eina fyrirtækið á landinu sem býður upp á heildarlausnir fyrir múrverkið. Fólk þarf ekki að leita annað,“ segir Oddur.

Anhydrit er gifsbaserað flotefni. Það er spennufrítt efni með mikla hitaleiðni. ,,Þetta efni er gjarnan notað yfir hitalagnir í gólfi en í síauknum mæli nota menn gólfhita sem kyndingu frekar en hina hefðbundnu veggofna“ segir Oddur.

Flotgólf ehf. - Miðhraun 13, 210 Garðabær   Sími: 555 6888
 flotgolf@flotgolf.is
www.flotgolf.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga