Gæða vara á góðu verði. GK gluggar

Fyrirtækið GK GLUGGAR - GLUGGAR OG KLÆÐNING ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á gluggum og útihurðum. Fyrirtækið rekur eitt fullkomnasta trésmíðaverkstæði landsins og hefur víðtæka reynslu jafnt af nýsmíði og viðgerðum.

Hallgrímur Óskarsson
framkvæmdastjóri.

,,Við smíðum bæði glugga og hurðir, útihurðir og bílskúrshurðir, samkvæmt viðurkenndum íslenskum stöðlum til að tryggja gæði framleiðslunnar,“ segja þau Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri og Gyða Árný Helgadóttir fjármálastjóri

Gyða Árný Helgadóttir
fjármálastjóri.

Fyrirtækið var stofnað í nóvember árið 2001. Í fyrstu voru aðeins þrír til fjórir starfsmenn en eru nú fjórtán. Starfsemi fyrirtækisins er í nýlegu og glæsilegu húsnæðí að Völuteig 21 í Mosfellsbæ.

Helstu viðskiptavinir GK GLUGGA eru verktakar og einstaklingar í byggingarhugleiðingum. Eins þeir sem vinna að endurnýjun húsnæðis. Tæki GK GLUGGA eru mjög afkastamikil og henta vel til stærri verka. Aðspurður segir Hallgrímur að í framleiðslu fyrirtækisins sé aðeins notað það besta sem í boði er.

Staðalbúnaður í öllum hurðum er 3 punkta skrár ásamt fylgihlutum. Í opnanlegum fögum er alltaf gert ráð fyrir tveggja punkta lokunarbúnaði með næturopnun ásamt fylgihlutum. Notaðir eru Q-lon þétti-kantar sem gefa mjúka lokun og góða þéttingu.

Hjá fyrirtækinu starfar fólk með langa reynslu sem býr yfir mikilli þekkingu á öllu sem viðkemur gluggum og hurðum. ,,Vanti viðskiptavinum okkar aðstoð eða ráðleggingar þá hjálpum við þeim, allt eftir þörfum hvers og eins. Við leggjum mikla áherslu á að fyrirtækið hafi yfir að ráða sem fullkomnasta tækjabúnaði svo fyrirtækið geti framleitt það besta á markaðinum eða gæðavöru á góðu verði,“ segir Hallgrímur.

Um þessar mundir eru forráðamenn fyrirtækisins að kanna möguleika á samvinnu við erlenda aðila í því augnamiði að auka vöruúrvalið og geta þannig þjónað betur margvíslegum óskum viðskiptavina sinna.


GK GLUGGAR

Völuteig 21
270 Mosfellsbæ
Sími 566 6787 Fax 566 6765
gkgluggar@gkgluggar.is
www.gkgluggar.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga