Greinasafni: Skipulag
Nýstárlegur búsetumöguleiki - Í Tjarnabyggð í Árborg byggir hver og einn eftir sínum þörfum,
Í Tjarnabyggð í Árborg byggir hver og einn eftir sínum þörfum, yfir fjölskylduna, hunda, hesta, tómata og rósir .

Tjarnabyggð í sveitarfélaginu Árborg er tvímælalaust einn af nýstárlegustu og mest spennandi búsetumöguleikum sem bjóðast í dag. Þar hefur svokölluð „Búgarðabyggð“ verið skipulögð á tæplega 600 hektarar svæði. Nú þegar hefur verið selt á annað hundrað lóða í fyrsta til þriðja áfanga en á hverri lóð má byggja allt að 1.500 fermetra. Jarðvegs- og gatnaframkvæmdum hefur þegar verið lokið og má segja að allt sé komið á svæðið; hitaveita, rafmagn, götur (bundið slitlag á tvo fyrstu áfangana) – og ljósleiðarar og hefur Tjarnabyggðin því bestu fjarskipti sem völ er á.
 
 
Einn af fjölmörgum kostum Tjarnabyggðar er að hver og einn ræður sínu húsi. Það er enginn sem segir hvernig hús má vera á lóðinni, hvernig íbúðarhúsið á að vera í laginu, hvort einnig megi vera þar hundakofi, hesthús, skemma, gróðurhús, listigarður, eða bara kálgarðar. Það er enginn vafi að búsetuform af þessu tagi hentar Íslendingum vel – enda segir Jörundur Gauksson framkvæmdastjóri Búgarðabyggðar að salan á lóðunum fari mjög vel af stað. Það eru núna rétt um tvö ár frá því að framkvæmdir hófust. Engu að síður er búið að gera 220 lóðir byggingarhæfar. Þar af eru á annað hundrað seldar, unnið í 30 til 40 húsum - og 12 fjölskyldur futtar inn.
 
„Með Tjarnabyggð tók sveitarfélagið Árborg þá ákvörðun að bjóða upp á nýjan búsetukost þar sem fólki gefst kostur á að kaupa stóra lóð úti í sveit þar sem má byggja stórt einbýlishús, ásamt útihúsum en jafnframt að njóta allrar þjónustu frá sveitarfélaginu til jafns við þéttbýlisbúana. Þannig má sem dæmi taka að í Tjarnabyggðinni er hitaveita, snjómokstur, sorphirða og börnin í Tjarnabyggð fara í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Það sem er umfram er að Árborg annast skólaakstur á svæðinu og keyrir börnin til og frá skóla. Það má því segja að þarna sé búið að skapa nýtt fyrirbæri sem hefur bæði einkenni þéttbýlis og sveitarinnar.” 

Jörundur Gauksson
framkvæmdastjóri Búgarðabyggðar

Dagleg tengsl við náttúruna
 
„Sérstaða Tjarnabyggðar liggur líka í ósnortinni náttúru allt í kring, segir Jörundur. „Þar eru víðáttumiklar bújarðir, lönd á náttúruminjaskrá og fuglafriðlönd sveitarfélagsins.“ Jörundur segir mannlífsfóruna koma til með að verða afar fjölbreytta í Tjarnabyggð. „Í upp- hafi keyptu nokkrir verktakar nokkrar lóðir hver en eftir það hafa þetta verið einstaklingar. Þetta er nánast allt fölskyldufólk, nokkrir af Suðurlandi en langfestar af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Meirihlutinn er fólk í yngri kantinum, með börn, en þó er inn á milli fólk sem er farið að eldast og ætlar að enda hér, fólk sem vill hafa nóg pláss, vill geta ræktað sinn garð, haft heitan pott og látið fara virkilega vel um sig. Nú er mjög gaman að fara um byggðina enda mikil uppbygging. Maður sér fólk á gangi með hundana sína og hestamenn í útreiðum á nýjum og glæsilegum reiðstígum. Sveitastemmningin er komin í Tjarnabyggð og einstakt er að hlusta á fuglasönginn í þessari friðsælu sveit.“

Breyting á lífsstíl

„Það sem er einkennandi fyrir hópinn er að þetta er fólk sem hefur áhuga á að hanna sitt eigið einbýlishús og umhverfið í kringum það og flétta því saman við sitt áhugasvið. Sumir vilja bara njóta friðsældar sveitarinnar og þess að eiga stóra jörð, á meðan aðrir hafa áhuga á að byggja yfir áhugamálin. Það er töluvert um það að þeir sem eru að byggja þarna vinni á höfuðborgarsvæðinu og ætli sér að gera það áfram. Þetta er breyting á lífsstíl. Það er sífellt algengara að ungu fólki með börn finnist eftirsóknarvert að flytja út fyrir borgina, byggja sitt hús eftir eigin höfði, sameina heimilishald og áhugamál og þurfa ekkert að hafa áhyggjur af því að keyra börnin og sækja. Þeim er ekið í skólann og heim aftur. Kosturinn við veðráttuna á þessum slóðum er að hér er alltaf blíða. Landið liggur lágt, þannig að þetta er snjólétt svæði og fremur hlýtt og því engin vandræði með færð. Og ég myndi kannski bæta því við að líklega eru bestu meðmælin þau að nú þegar hafa tveir sveitarstjórnarmenn í Árborg keypt sér lóðir hér, sem og landsþekktir hestamenn og forsvarsmenn í félögum hestamanna“

 
Það er sífellt algengara að ungu fólki með börn finnist eftirsóknarvert að flytja út fyrir borgina, byggja sitt hús eftir eigin höfði, sameina heimilishald og áhugamál.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér enn fremur kosti þessa áhugaverða samfélags, skal bent á heimasíðuna www.tjarnabyggd.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga