Allt sem tengist rafmagni á sama stað

Fyrirtækin RafList og Raflagnateiknun Suðurlands hafa nú hafið samstarf þannig að á sama stað er hægt að fá þjónustu við hvers konar rafvirkjun og teikningar á raflögnum í allar gerðir húsa, bæði iðnaðar- og íbúðarhúsnæði af öllum stærðum og gerðum.

Einar Sumarliðason raflagnahönnuður hjá Raflagnateiknun Suðurlands.
Mynd Gummi Kalli

RafList Framkvæmdastjóri hjá RafList er Sigurður Finnsson. ,,Við sjáum um allt á milli töflu og tengils. Við tökum að okkur margskonar rafvirkjun og vinnum bæði samkvæmt tilboðum og í tímavinnu, allt eftir óskum viðskiptavina okkar,“ segir Sigurður.
RafList gerir allt í sambandi við viðhald á hvers kyns raflögnum í íbúðarhúsum, iðnaðarhúsum eða hvar sem raflagnir eru. Þá yfirfærir fyrirtækið gömlu raflagnirnar og gerir þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að raflagnirnar geti talist löglegar og að engin hætta stafi af þeim. Þá sér fyrirtækið um viðhald á rafmagnstöflum, bæði gömlum og nýjum.
RafList tekur einnig að sér margar tegundir nýlagna. Raflagnir í nýbyggingar hafa verið stór hluti starfseminnar og eru þær unnar í samráði við viðskiptavini til að hægt sé að sníða raflagnirnar algjörlega að þörfum viðkomandi.
Byggingar sem raflist hefur séð um nýlagnir í eru meðal annars sumarbústaðir, einbýlishús og raðhús, skrifstofuhúsnæði og iðnaðarhúsnæði.
RafList sér um hvers konar símalagnir og tölvu- og sjónvarpslagnir.
,,Við leggjum áherslu á skjóta og góða þjónustu og með einu símtali getur þú fengið alla þjónustu sem tengist rafmagni, bæði hvað varðar lagninguna og teikninguna,“ segir Sigurður.
 
Raflagnateiknun Suðurlands

Raflagnateiknun Suðurlands sér um allar rafmagnsteikningar og nálgast aðrar teikningar sem til þarf og kemur þeim til réttra aðila. Fyrirtækið sér um hverskyns nýlagnir og endurnýjun á eldri lögnum. ,,Við bjóðum einnig fyrirtækjum og einstaklingum heildarlausnir er snúa að hönnun, lagningu raf- og smáspennulagna í mannvirki, stór sem smá,“ segir Einar Sumarliðason raflagnahönnuður hjá Raflagnateiknun Suðurlands. Einar hefur jafnframt réttindi til byggingastjórastarfa og getur því séð um bygginguna í heild sinni. Raf- og smáspennulagnir eru: a) Almennar raflagnir b) símaog boðlagnir c) tölvukerfalagnir d) öryggiskerfalagnir, í þeim fellst brunabiðvörunar- og innbrotslagnir.
Hjá Raflagnateiknun Suðurlands er hægt að fá heildarlausn fyrir þá sem vilja fá ábyrgan aðila til að sjá um ákveðin verkþátt eða verkið í heild sinni. Verkskýrslu er skilað eftir samkomulagi og verkfundir eru einnig haldnir eftir samkomulagi. ,, Með þessu fyrirkomulagi er markmiðið að bjóða hágæða vöru á sanngjörnu verði og vöru sem fullnægir þörfum viðskiptavinarins. Við erum að tala um örugga þjónustu og 100% gæði sem lýkur síðan með lokaskoðun löggilts skoðunarmanns. Raflagnateiknun Suðurlands er fyrir þá sem vilja sanngjarna en umfram allt góða og heiðarlega þjónustu,“ segir Einar. Einar segir að fyrirtækið leggi áherslu á að vera með nýjustu forritin og nýjasta búnaðinn til þessara starfa.
Raflagnateiknun Suðurlands sér einnig um útboð og tilboðsgerð og að sögn Einars hefur fyrirtækið gert mikið af slíku.
Einar segir að samstarfið við RafList hafi hafist þannig að viðskipavinir Raflagnateiknunar Suðurlands hafi iðulega verið að spyrja að því hvort fyrirtækið væri með rafvirkjafyrirtæki á sínum snærum til að taka að sér þau verk sem Raflagnateiknun Suðurlands væri að teikna. ,,Ég rakst þá á auglýsingu frá RafList þar sem þeir auglýstu eftir samstarfsaðila með lögildingu til rafvirkjastarfa til að vera í forsvari fyrir fyrirtækið. Mig vantaði rafvirkja til samstarfs og þetta small vel saman,“ sagði Einar.

Einn af rafvirkjum Raflistar við bíl sinn reiðubúinn í næsta verkefni. Mynd Ingó

,,Við leggjum áherslu á skjóta og góða þjónustu og með einu símtali getur þú fengið alla þjónustu sem tengist rafmagni, bæði hvað varðar lagninguna og teikninguna,“ Við erum að tala um örugga þjónustu og 100% gæði sem lýkur síðan með lokaskoðun löggilts skoðunarmanns. Raflagnateiknun Suðurlands er fyrir þá sem vilja sanngjarna en umfram allt góða og heiðarlega þjónustu,“ segir Einar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga