Gæði og góð verð einkenna húsin

,,Styrkleiki okkar felst í gæðum, góðum verðum og stuttum afgreiðslutíma,“ segir Guðmundur Helgason framkvæmdastjóri Modulhúsa ehf. á Hvammstanga sem flytur inn og selur timburhúsaeiningar frá Svíþjóð. Timbureiningarnar eru framleiddar undir mjög ströngu gæðaeftirliti og nú er komin vottun á einingarnar.

 
Sem dæmi um verð á slíku húsi má taka 170 fermetra hús með innbyggðum bílskúr. Einingar í útveggi með gluggum og timburvirki í þak kostar aðeins um 5 milljónir króna með virðisaukaskatti. Frá því að verðtilboð er gert og pöntun staðfest líða aðeins 6 vikur þar til allt efni er tilbúið út í Svíþjóð og komið í gám. Það tekur síðan um viku til 10 daga að koma efninu til Íslands og á byggingarstað. Einingarnar eru hugvitsamlega hannaðar og því er uppsetning þeirra bæði einföld og fjótleg. ,,Einingarnar eru þannig gerðar að .það ætti ekki að taka vana smiði meira en einn, í hæsta lagi tvo daga að reisa útveggi 170 fermetra húss,“ segir Guðmundur.
 
Framkvæmdastjórinn
Guðmundur Helgason.

Kjörin fyrir íslenskar aðstæður. 

Einingarnar sem Modulhús flytja inn eru framleiddar í Tomoku verksmiðjunni í Insjön í Svíþjóð. ,,Verkfræðingar verksmiðjunnar hafa lagað hönnunina að íslensku veðurfari. Tomoku húsinu eru t.d. hönnuð með jarðskjálfta í huga. Einingarnar eru sterkbyggðar með vönduðum gluggum. Þessi hús er því mjög góður kostur fyrir Íslendinga,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir að nýlega hafi verið kynning á þessum einingum á Grand Hótel sem hafi mælst sérlega vel fyrir.

Hægt er að fá Tomoku húsin í mörgum útfærslum og stærðum og nýta þau hvort heldur sem sumarhús eða íbúðarhús. ,,Þessar einingar henta einnig vel í hesthús. Nú eru til dæmis að rísa heilu hesthúsabyggðirnar á suðvesturhorninu og væru Tomokueiningarnar tilvaldar í slík hús, segir Guðmundur.

 
Framleiðslugeta Tomoku verksmiðjunnar er mjög mikil og hægt að framleiða um 120 hús á mánuði. ,,Því geta menn reist heilu hverfin á stuttum tíma, hvort sem um er að ræða íbúðarhús eða annað,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að Modulhús á Íslandi hafi gengið vel og að nú sé búið að selja um 20 hús hér á landi. ,,Það er gaman frá því að segja að fyrsta Tomokuhúsið í Evrópu var reist á Hallormsstað. Siðan hafa verið reist hús á Selfossi, í Garði, Sandgerði og Egilsstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Klæðningin sem kom með einu húsinu á Egilsstöðum er frá AB Karl Hedin og hefur sú klæðning vakið mikla athygli á staðnum. Klæðningunni hefur verið hrósað bæði af smiðum og öðrum og það er hægt að sjá mynd af henni hér til hægri og á heimasíðu Modulhús “www.modulhus.is

Draumahúsið reist

,,Fólk getur rissað upp draumahúsið sitt og sent til okkar. Við teiknum upp húsið í sérstöku teikniforriti svo hægt sé að sjá hvernig húsið lítur út með þessum einingum og gluggum. Tomoku kerfið er mjög sveigjanlegt og hægt að hafa húsin í hinum ýmsu formum. Húsbyggjandi ræður alveg forminu. Þegar búið er að teikna upp húsið er hægt að gera nokkuð nákvæm verðtilboð. Ef fólki líst vel á er síðan hægt að senda teikninguna frá okkur og á teiknistofu sem vinnur síðan að frekari útfærslum,“ segir Guðmundur.

 
Modulhús hafa einnig upp á að bjóða úrvalstimbur á hagstæðum kjörum. ,,Við erum með tengingu við fyrirtæki út í Svíþjóð sem er sögunarmylla og framleiðir gífurlegt magn af timbri sem er af miklum gæðum og á mjög hagstæðu verði. Ef menn taka sig saman og panta timbur í miklu magni er hægt að spara heilmikla fjármuni,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um Tomoku húsin er að finna á vefsíðu Modulhúsa “ www.modulhus.is„ Rétt er að geta þess að Tomoku verksmiðjunum í Svíþjóð er lokað frá 7. júlí til 4. ágúst og ef menn ætla að byggja í sumar þarf að fara huga að því að panta sem fyrst.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga