Við erum full bjartsýni
Formaco ehf. var stofnað í október 1997 með það að markmiði að þjónusta byggingariðnaðinn með gæða vöru á hagkvæmu verði. ,,Formaco hefur einskorðað sig við þann vörugeira sem þarfnast þjónustu. Fyrirtækið er í raun að bjóða allt frá steypumótum og stálgrind til kerfislofta og inniveggja,” segir Ragnar Jóhannsson framkvæmdastjóri Formaco.

Ragnar Jóhannsson

framkvæmdastjóri Formaco.
Mynd Ingó

Formaco býður upp á breytt úrval tækja til leigu eða sölu, svo sem byggingarkrana frá Potain, vökvakrana frá Grove, steypumót frá Doka og vinnulyftur af ýmsum stærðum og gerðum. Formaco býður einnig upp á heildarlausn í stálbyggingum. Innifalið í því er hönnun og framleiðsla burðarvirkis, klæðningar og reising. Þá eru ótaldar iðnaðarhurðir, lyftubrýr, stálstigar, girðingar o.fl. sem tilheyrir stórum byggingum, en Formaco býður þessar vörur frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Klæðningarnar sem fyrirtækið er með eru frá Thyssen í Þýskalandi og Alumasc í Bretlandi.

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Ragnar Jóhannsson framkvæmdastjóri

við opnun álgluggaverksmiðjunnar Idex  á Keflavíkurvelli

 
,,Við höfum nýlega gerst umboðaaðilar fyrir HunterDouglas álklæningar en það fyrirtæki er eitt stærsta og þekktasta vörumerkið í heiminum í dag fyrir kerfisloft úr áli og tré, utanhússklæðningar og sólskermingar úr áli. HunterDouglas er þekkt fyrir gæðaframleiðslu sem verið hefur þeirra helsti styrkur,” segir Ragnar.
Nýlega opnaði Formaco álgluggaverksmiðju á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Opnun þeirrar verksmiðju var beint framhald af því að fyrirtækið hefur flutt inn álgugga í meira en átta ár. ,,Markmiðið með opnun verksmiðjunnar var fyrst og fremst að bæta þjónustuna og stytta afgreiðslutíma. Við höfum orðið varir við mikinn áhuga viðskiptavina á þessu framtaki og nú þegar liggja fyrir pantanir á álgluggum frá okkur fyrir yfir sex hundruð milljónir króna. Formaco hefur þar með skipað sér í sæti með stærstu gluggasölufyrirtækjum landsins,” segir Ragnar. Formaco býður líka upp á glugga frá dönskum framleiðendum. Fremst fer þar Velfac með ál/tréglugga sem hafa verið notaðir á Íslandi frá árinu 1991. Þá er einnig hægt að fá bæði tréglugga og álklædda tréglugga frá Rationel. Þá má geta þess að Formaco býður einnig upp á eikar- og mahoganyglugga.

Potain kranar frá Formaco

 
,,Svalagler og handrið úr áli og gleri frá finnska framleiðandanum Lumon hafa notið sífellt meiri vinsælda og sem dæmi um notkun má nefna glæsileg hús við Lund 1 í Kópavogi og Suðurlandsbraut 58-62,” segir Ragnar.
Fyrir stuttu tók Formaco við umboði fyrir franska kerfisveggjaframleiðandann Hoyez sem er einn af leiðandi framleiðendum kerfisveggja í Evrópu. Ragnar segir að þetta hafi bæst í hóp annarra þekktra innanhúsefna svo sem Winab felliveggja, Hellbergs stálhurða, Stöbich brunalokana og kerfislofta úr áli og steinull.

Lumon svalagler – Lundi 1
 
Árið 2004 keypti Formaco fyrirtækið Idex og sameinaði það sínum rekstri. Þá keypti Formaco Polýhúðun á síðasta ári en það fyrirtæki sérhæfir sig í dufthúðun málma og glers.
 
Við opnun álgluggaverksmiðjunnar Idex á Keflavíkurvelli

,,Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill, allt frá einum manni við eldhúsborðið árið 1997 í fyrirtæki með yfir áttatíu manns í vinnu. Við erum full bjartsýni og þó að blikur séu á lofti á markaðinum hyggjumst við mæta þeim með öflugri og betri þjónustu,” segir Ragnar

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga