Vatn bætir andlega líðan

,,Vatn er skemmtilegt efni. Vatn getur verið fallegt og um leið slakandi, gleðilegt og hressandi. Eins hefur vatn gífurlegt skemmtigildi og það er markmið Gosbrunna að bjóða viðskiptavinum okkar uppá heildarlausnir á öllum þáttum sem varðar hreyfingu vatns og umhverfi þess,“ segir Svavar Björgvinsson framkvæmdastjóri Gosbrunna ehf. Fyrirtækið var stofnað í mars 2005 eftir að hugmynd hafði vaknað um að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem tengist tjarnargerð, gosbrunnum og vatnsflæði.

 
,,Gosbrunnar bjóða uppá gosbrunnadælur og tengdan búnað frá þýska fyrirtækinu OASE sem er leiðandi framleiðandi á sínu sviði á heimsvísu. Einnig bjóðum við lækjareiningar, niðurgrafin vatnsforðabúr og tilbúnar vatnseiningar úr stáli, steini eða glertrefjum til að gera garðinn fallegan og spennandi,“ segir Svavar. Samhliða vatnsvörunum býður fyrirtækið uppá lýsingu fyrir garðinn eða pallinn, skrautvörur í kringum tjörnina eða garðinn og garðstyttur og bekki.
 
Svavar Björgvinsson framkvæmdastjóri Gosbrunna ehf.

,,Nýjasta viðbótin í vöruúrvalinu eru saltsteins- og skrautsteinslampar sem auka og bæta okkar andlegu líðan og hafa bein áhrif á okkar nánasta umhverfi á jákvæðan hátt. Með glæsilegu úrvali okkar af innigosbrunnum eða jónunartækjum geta viðskiptavinir okkar útbúið sitt andlega afdrep heima eða í vinnunni,“ segir Svavar.

 
Viðskiptavinir geta komið með sínar hugmyndir til Gosbrunna sem útfærir þær og hannar vatnasvæðið í framhaldi af því. Þá veitir fyrirtækið ráðgjöf við val á búnaði til að ná fram þeim áhrifum sem viðskiptavinurinn óskar eftir.,,Hingað til höfum við fundið lausnir á mörgum mögulegum og ómögulegum útfærslum og hafa margar þeirra verið mjög frumlegar og skemmtilegar,“ segir Svavar.
 
 
Frá stofnun hefur fyrirtækið einungis verið með vefsíðu þar sem fólk hefur getað skoðað vöruúrvalið og síðan pantað vöruna í gegnum netið eða símleiðis. Nú hefur fyrirtækið hins vegar opnað verslun að Langholtsvegi 109 á bak við Fóstbræðraheimilið. ,,Í versluninni geta áhugasamir komið og séð nokkrar gosbrunnaeiningar í gangi jafnframt því sem að allir innigosbrunnar, saltsteinslampara, ljós og aðrar garðvörur eru uppsettar og til sýnis. Er þetta einn liðurinn í að koma á móts við óskir viðskiptavina okkar um að sjá vöruna í virkni áður en kaupin eiga sér stað,“ segir Svavar.

Heimsíða Gosbrunnar er www.gosbrunnar.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga