Geysisstofa
Hvernig lítur eldgos út? Hvað er svona heillandi við norðurljósin? Hvað sést í íshelli? Getur maður fundið fyrir jarðskjálfta án þess að jörðin hreyfist?Svarið við þessum og ýmsum öðrum spurningum færð þú í Geysisstofu. Í nútímalegu margmiðlunarsafni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. Gestir geta fundið og upplifað kraftinn sem einkennir náttúru þessa lands og kynnst fyrirbærum á borð við eldgos, hlaup, jarðskjálfta, norðurljós og íshelli. Ísland er ungt land og frá alda öðli hafa jarðskjálftar skekið eyjuna okkar og gera það enn þann dag í dag. Á gólfinu er áhugavert líkan sem sýnir flekaskil á milli Ameríku og Evrópuplötunnar. Flekaskilin liggja þvert í gegnum Ísland og skipta landinu jarðfræðilega í tvær heimsálfur. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum liggur nákvæmlega þar sem plöturnar mætast. Plötuskilin sem gestir sjá á safninu eru bæði sérstæð og falleg, rétt eins og í raunveruleikanum og ættu allir, hvort sem þeir hafi vit á jarðfræði eða ekki, að geta notið sýningarinnar.

Geysir í Haukadal
Vegnúmer 35
Sveitafélag 801, Selfoss
sími: 486-8915
fax: 486-8715
geysisstofa@geysisstofa.is
www.geysisstofa.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga