Gjáin er gljúfur í Þjórsárdal
Gjáin er gljúfur í Þjórsárdal með mörgum vatnsuppsprettum og fossum. Gjárfoss er þeirra stærstur.

Í Gjánni rennur Rauðá sem sprettur upp í Rauðárbotnum milli Sandafells og Fossheiðar, miklu ofar á afréttinum. Hverfur hún síðan niður í sandinn á Hafinu svokallaða og kemur fram úr jörðinni aftur í Gjánni. Mikið hvannastóð er í kringum uppspretturnar, en líka margar tegundir mosa og grasa. Ákaflega friðsælt er þar og allt um kring er berjalyng sem teygir sig inn í Fossárdal því heilmikið er um ber í dalnum, einkum þó krækiber.

Nýr heimur opnast fyrir manni þegar litið er niður af brúninni austan megin Gjár eftir að hafa ferðast yfir sandana á Hafinu og framar  í dalnum.  Frá Stöng er vinsælt að ganga að Gjánni og er það u.þ.b. 10 mínútna gangur.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga