Fagrahlíð í Fljótshlíð

Lítil og notaleg gisting á bænum Fögruhlíð í Fljótshlíð, en húsið var byggt árið 1934. 2x2ja manna og 1x3ja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi. Hjólaleiga er á staðnum og hægt að fara í skipulagðar hjólaferðir frá bænum. Fljótshlíðin er um 105 km frá Reykjavík sem er um klukkustundar akstur. 
 
    Innkeyrslan að Fögruhlíð

Fegurð Fljótshlíðar felst í kyrrð og krafti náttúrunnar þar sem umhverfið mótast annars vegar af jöklum (Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull) og hins vegar af endalausri víðáttu út á ysta sjóndeildarhring. Úr brekkunni í Fögruhlíð birtist víðátta Suðurlandsundirlendis og Vestmannaeyjar sjást úti við sjóndeildarhring og virðast ójarðneskt ævintýraland sem svífur í loftinu fremur en að vera umflotnar sjó.

Fagrahlíð er við veg nr. 261.
Næsta þéttbýli/sundlaug:  Hvolsvöllur 5 km.
Hestaleiga:  Smáratún 5 km.
Golf:  Hellishólar: 5 km.

Gestgjafar Bergþóra Reynisdóttir 
símí 863-6663 eða email liljan@liljan.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga