Greinasafni: Veitingar
Skíðaskálinn - Nýr skáli á rústum þess gamla

Skíðaskálinn var reistur árið 1934 af Skíðafélagi Reykjavíkur.Uppi í brekkunni fyrir ofan skálann eru tveir minnisvarðar. Annar þeirra er til minningar um Ludvig H. Müller kaupmann, sem var formaður Skíðafélags Reykjavíkur í 26 ár frástofnun þess árið1914, en hinn er til minningar um Kristján Ó. Skagfjörð kaupmann, sem var formaður félagsins næstu 11 árin. Í Hveradölum bjó á árunum milli 1930 og 1940 danskur maður að nafni A. C. Høyer og hafði hann þar greiðasölu. Þá hafði hann gufu- og leirböð og vísi að gróðurhúsarækt og er hann líklega með þeim fyrstu hér á landi sem stundaði þann atvinnuveg. Skíðaskálinn hefur um árabil verið í einkaeign. Gamli Skíðaskálinn brann árið 1991 en nýr skáli var opnaður tveimur árum seinna. Það er innflutt norskt bjálkahús sem sett var saman á staðnum, og er það töluvert stærra en gamla húsið. Það er á þremur hæðum og í heild sinni er það um 1.000 fermetrar.

Ljósmyndir: Guðmundur Bjarki


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga