Fjölvir ehf söluskálinn Þorlákshöfn
Margir þeirra sem hingað koma verða yfirleitt dálítið hissa á því hvað mikla möguleika staðurinn hefur uppá að bjóða. Við í söluskálanum í Þorlákshöfn gerum okkur far um að leiðbeina þeim sem hingað koma eftir megni og höfum orðið okkur úti um efni sem gagnast þeim vel sem eru í leit að afþreyingu.

Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni:
www.olfus.is/Default.aspx?ObjectId=6|7&id=77&idx=0

ef þú kemur við á bensínstöðinni þá leiðbeinum við þér með ánægju.

Á undanförnum árum hefur öll aðstaða tekið stórstígum framförum og má þar nefna nokkur atriði sérstaklega:

1. Gönguleiðir – eru fjölmargar og auðvelt að velja leið við hæfi

2. Golf – 18 holu golfvöllur er í næsta nágrenni (sjá nánar http:// www.nat.is/golf/golf_sudurland_ thotlakshofn.htm)

3. Fugla- og fjöruskoðun er alltaf mjög vinsælt, en aðstaða til fuglaskoðunar er með ágætum.

4. Mannlíf við höfnina – Þorlákshöfn er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir frá komu Auðar djúpúðgu til landsins, þegar skip hennar brotnaði á Vikrarskeiði og fé og menn björguðust. Þar er nú Hafnarskeið og Hraunskeið vestan Ölfusárósa. Árið 1718 (5. nóv.) strandaði danska herskipið Gautaborg á Hafnarskeiði og bændur björguðu 170 manns. Fyrsta hafnargerð hófst 1929 og má segja að margt áhugavert sé að gerast við höfnina á degi hverjum.

5. Bókasafnið - miðstöð fyrir upplýsingar um golf, gönguleiðir, gistingu,veiðileyfi o.fl.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga