Golfhermir af bestu gerð
 Í Þorlákshöfn hefur Benna Golf opnað draumaaðstöðu allra kylfinga, þar sem hægt er að spila golf við bestu aðstæður innandyra í golfhermi.

 
Kylfingar hafa löngum kvartað undan því að geta ekki spilað golf hérlendis að vetri til. Ástæður geta verið ýmsar. Sumir hafa ekki tíma, aðrir hafa ekki áhuga á að fara út í kuldann eða hafa ekki heilsu í það. En nú er komin betri vetrar- og veðratíð fyrir kylfinga sem vilja æfa sig . jafnvel þegar úti er myrkur og bálviðri.

„Við erum að tala um goflhermi sem er, af þeim sem til þekkja, talinn vera einn sá besti sem völ er á,” segir Sófus Árni Þorsteinsson sem rekur Benna golf. .Hann notast við raunverulegar ljósmyndir af brautum frægustu golfvalla heims og gefur þannig kylfingum gríðarlega innsýn í leik þeirra bestu.

Golfhermirinn er af gerðinni Double Eagle 2000 sem er framleiddur af Par T. Golf. Kylfingurinn stillir sér upp á sérstaka mottu, sem ýmist er eftirlíking af venjulegu grasi, háu grasi eða sandglompu, og slær í stórt tjald sem er fyrir framan hann. Fyrir ofan kylfinginn er svo kassi með þremur innrauðum myndavélum sem nema kúluna og taka niður upplýsingar. Við kassann er svo tengd tölva sem reiknar út feril, kraft og spuna kúlunnar eftir þeim upplýsingum sem myndavélarnar gáfu. Skjávarpi, sem varpar ljósmyndunum á tjaldið birtir síðan tölvureiknaða kúlu sem fer í þá átt sem hún ætti að fara samkvæmt útreikningum tölvunnar.

 
Sófus segir herminn leigðan út á klukkustundina en einnig sé hægt að kaupa tímakort. “Flestir fastakúnnar gera það vegna þess að það felur í sér sparnað.” Enginn sérstakur opnunartími er í Benna Golfi, heldur er hægt að hringja til Sófusar og hann kemur og opnar staðinn. “En svo er ég ekkert í húsinu á meðan fólk er að spila, heldur hafa viðskiptavinir okkar salinn alveg út af fyrir sig,” segir hann. Einhver vandkvæði hafa verið með heimasíðuna hjá Benna Golfi en hægt að nálgast allar upplýsingar um fyrirtækið á www.haflidi.is/bennagolf/index-3.jtml

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga