Greinasafni: Veitingar
Áhersla á sjávarrétti. Rauða húsið á Eyrarbakka
Rauða húsið er þekktur veitingastaður á Eyrarbakka sem flutti sig um set í nýrra húsnæði á staðnum vorið 2005. Rauða húsið var um tíma í gamla skólahúsinu, sem byggt var árið 1852 og oft nefnt Gunnarshús í daglegu tali, en veitingastaðurinn flutti yfir í hús að Búðarstíg 4 á Eyrarbakka, sem lengst af hefur verið kallað Mikligarður. 

Elsti hluti þess, þar sem veitingasalur Rauða hússins er, var reistur 1919 af Guðmundu Nielsen fyrir verslun hennar, Guðmundubúð, sem þótti ein glæsilegasta verslun austan fjalls á sinni tíð. Í Rauða húsinu eru fjórir salir og öll aðstaða til að taka á móti stórum sem smáum hópum eða gestum sem eiga leið um Eyrarbakka. Á matseðli staðarins er lögð er áhersla á sjávarrétti, en annars er eldhúsið alhliða og og boðið upp á fjölbreyttan matseðil.Rauða Húsið    Búðarstíg 4    820 Eyrarbakka    Sími 483 3330  
raudahusid@raudahusid.is   www.raudahusid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga