Greinasafni: Hótel og gisting
Gistiheimilið Frumskógar
Gistiheimilið Frumskógar er miðsvæðis í Hveragerði. Það er rekið af hjónunum Kolbrúnu Bjarnadóttur og Morten Geir Ottesen. Gistiheimilið er 25 ára og var til margra ára rekið af foreldrum Mortens eða allt þar til Kolbrún og Ragnar tóku við rekstrinum fyrir sjö árum.

Kolbrún segir gistiheimilið ákaflega vel staðsett og stutt í alla þjónustu og svo býður gistihúsið einnig upp á dagsferðir og sér um að koma gestum í lengri ferðir sé þess óskað: “Við bjóðum upp á fimm 40 fm. íbúðir, fjögur tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi og teljum okkur vera með notalega aðstöðu fyrir ferðamenn, hjón, einstaklinga eða fjölskyldur sem vilja njóta þess sem Hveragerði og Suðurland hafa upp á að bjóða. Íbúðirnar eru útbúnar með rúmgóðu svefnherbergi, góðu baði, eldhúsi vel útbúnu tækjum og stofu með tvíbreiðum svefnsófa. Sjónvarpi, DVD, CD, útvarpi og internet tengingu. Þá fylgja íbúðum rúmföt fyrir 2 og morgunverður ef óskað er. Herbergin sem við erum með eru björt með vaski og sjónvarpi. Fjögur tveggja manna herbergi og eitt eins manns herbergi með tveimur sameiginlegum baðherbergjum.

Gestir Gistiheimilisins Frumskógar geta notið þess að fara í heita potta og fátt er betra eftir golfhring, en eitt af því sem Frumskógar býður er frítt golf: ”Allir þeir sem gista hjá okkur fá ókeypis aðgang að golfvellinum í Hveragerði, Gufudalsvelli. Og þess má geta að við vorum í samstarfi við golfklúbbinn í Hveragerði um ókeypis gofnámskeið helgina sem jarðskjálftinn var og létu 4% bæjarbúa sig ekki muna um að koma á námskeiðið sem var ákaflega vel heppnað og skemmtilegt.”

Á sumrin eru það mestmegnis túristar sem gista í Frumskógum: ”Við erum að bjóða þeim upp á ýmsar ferðir á áhugaverða staði sem nóg er af hér á Suðurlandi og er það gert til gera dvöl þeirra fjölbreyttari og að sýna þeim hvað við teljum merkilegt. Á veturnar er það mestmegnis Íslendingar sem gista hjá okkur.”

Að sögn Kolbrúnar hefur reksturinn gengið vel frá því hún og Morten tóku við gistiheimilinu: ”Þegar við keyptum byrjuðum við á því að taka húsið alveg í gegn og það er síðan 2003 sem við byggjum hús fyrir íbúðirnar svo segja má að allur staðurinn sé nýr eða nýupptekinn.

” Hvað varðar sumarið þá lítur það vel út fyrir Frumskóga: ”Við erum mikið bókuð í sumar og lítum björtum augum til framtíðar.”

Að lokum segir Kolbrún að þau hafi tekið sig til á tuttugu ára afmæli Frumskóga og gefið út bækling sem þau kölluðu ”Skáldagatan” og var dreift í öll hús í Hveragerði. Í bæklingnum var sagt frá öllum skáldum sem hafa búið við götuna Frumskóga í Hveragerði. Í upphafi bæklingsins stendur: ”Á árunum l940 og þar til um l965, var Hveragerði þekktast fyrir listamennina sem þar bjuggu, en þar voru skáld og rithöfundar, tónskáld, listmálarar og myndhöggvarar. Allt voru þetta þekktir menn og leiðandi í menningarog menntamálum þjóðarinnar. Þar má nefna skáldin og rithöfundana Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Gunnar Benediktsson og einnig hinn landskunna hagyrðing sr. Helga Sveinsson, tónskáldið Ingunni Bjarnadóttur og myndlistarmennina Höskuld Bjarnsson, Kristinn Pétursson, Ríkarð Jónsson og Gunnlaug Scheving. Í kringum þetta fólk var líf og fjör og þekkt voru garðyrkju- og listamannaböllin þar sem skáldin leiddu saman hesta sína. Skáldin bjuggu flest við götu sem nú heitir Frumskógar en var áður nefnd Skáldagatan.

” Kolbrún segir að bæklingurinn hafi fengið mjög góðar viðtökur og nú sé verið að endurprenta hann: ”Skáldin voru okkur öllum kunn en þau bjuggu í götunni okkar og því þykir okkur vert að minnast þeirra og halda nöfnum þeirra á lofti.”

Guesthouse Frumskogar
Frumskogar 3 810 Hveragerdi
s : +354-896-2780 
gisting@frumskogar.is   www.frumskogar.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga