Greinasafni: Sveitarfélög
Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í Ölfusi

Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í sveitarfélaginu Ölfus, og þá sérstaklega í dreifbýlinu. Þar eru ýmsir gistimöguleikar og hestaferðir á vegum Eldhesta. Veitingastaðir er á fallegum útivistarsvæðum við ósa Ölfusár og við Hengilinn. Í Þorlákshöfn er hægt að fara á kaffihús, veitingastað og síðan er bókasafn og upplýsingamiðstöð í Ráðhúsi Ölfuss. Við bæjarmörkin er 18 holu golfvöllur og víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Rútur ganga frá Reykjavík til Þorlákshafnar og ferja þaðan til Vestmannaeyja. Um verslunarmannahelgina verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn og verður þá lokið byggingu glæsilegrar íþróttaaðstöðu með nýrri sundlaug, busllaug og spa- og líkamsræktaraðstöðu.

Sveitarfélagið Ölfus er víðfeðmt sveitarfélag sem flestir leggja einhvern tíma leið sína um. Heildarstærð þess er um 750 ferkílómetrar og eru íbúarnir tæplega 2000 talsins. Helstu atvinnugreinar eru fiskveiðar og vinnsla, verslun og þjónusta, landbúnaður og iðnaður. Í dreifbýlinu eru margar góðar reiðleiðir, enda er mikið um hrossarækt og hestamennsku í Ölfusinu. Heitar uppsprettur eru við Hengilinn. Þéttbýlisstaður sveitarfélagsins er Þorlákshöfn með um 1500 íbúa. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgeng að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa því íbúarnir þá verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðja síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fólksfjölgun varð einnig á 8. áratugnum eftir eldgosið í Heimaey.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga