Sundlaug Stokkseyrar

„Þetta er lítil og elskuleg sundlaug og það eru allir velkomnir,“ segir Ragnar Sigurjónsson forstöðumaður íþróttamannvirkja á Stokkseyri ,,Ég hvet alla sem eiga leið um Stokkseyri að koma við í lauginni hjá okkur enda meinholt að fara í sund.“

Sundlaug Stokkseyrar er yfir sumartímann opin frá klukkan eitt til níu á kvöldin virka daga og frá klukkan tíu til fimm um helgar. Laugin er 90 cm. djúp, 16 m. á lengd og 8.5 m. á breidd. Á svæðinu eru tveir heitir pottar, vaðlaug fyrir börnin og rennibraut. Sundlaugin hefur verið starfandi í um 20 ár og að sögn Ragnars er ávallt lögð áhersla á að laugin sé í fínu standi. ,,Til gamans má geta þess að í sundlaugargarðinum höfum við opnað málverkasýningu. Til sýnis eru myndir sem börnin á Stokkseyri hafa málað,“ segir Ragnar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga