Greinasafni: Söfn
Töfragarðurinn - Álfar, tröll og draugar á Stokkseyri
Stokkseyri hefur upp á ýmslegt að bjóða fyrir þá sem eiga leiðum þetta fallega sjávarþorp.Draugar, álfar og tröll hafakomið sér vel fyrir í bænum aukhins skemmtilega Töfragarðs og auðvitað eru sívinsælu kajakferðirnar á sínum stað. Það er drungaleg stemmning á Draugasetrinu á Stokkseyri ogaldrei að vita nema gestir rekistá einhverja draugalega náunga.Setrið, sem staðsett er í Lista- og menningarverstöðinni á Stokkseyri,er 1000 m skemmtilegt völundarhús þar sem að finna má fjölmargar skemmtilegar íslenskar draugasögur. Heimsókn á setrið er spennandi upplifun þar sem gestirmega eiga von á draugagangi úr hverju horni.

  Í sömu húsakynnum er að finna Álfa, trölla og norðurljósas afnið.Þar geta gestir m.a. heimsótts annkallað vetrarríki með ís klumpum úr Vatnajökli og þá lýsa norðurljósin upp himininn allan ársins hring. Gestir safnsins fátækifæri til að heimsækja tröllahelli og undraheim álfa og hulduf ólks þar sem hægt er að skyggnast inní líf þessara dularfullu vera.

Kajakferðir ehf. bjóða uppá nýstárlega og spennandi möguleika til að njóta náttúrunar á Stokkseyri. Róið er á kajökumum lónin, vatnasvæðið og fjöruna í fjölbreyttum ferðum.Kajakferðirnar eru í senn friðsæl skemmtun og sýn inní heim íslenskrar náttúru- og fuglalífs.

Töfragarðurinn er fjölskyldu- og skemmtigarður í fallegu umhverfi á Stokkseyri. Í garðinum eru ýmis skemmtileg leiktæki og þrautir fyriralla aldurshópa. Fjölmörg íslensk húsdýr eiga heima í Töfragarðinum og má þar helst nefna hreindýr,refi, geitur, gæsir, hænur og grísi.

Það er tilvalið að skella sér íbíltúr á Stokkseyri og njóta þesssem bærinn hefur uppá að bjóða.

www.draugasetrid.is.

www.icelandicwonders.com

www.tofragardurinn.is

www.kajak.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga