Greinasafni: Veitingar
Pullarinn,skemmtir sér um helgar
Pylsuvagninn á Selfossi hefur heldur betur tekið stakkaskiptum í gegnum árin. Þegar ég renni í hlaðið tekur á móti mér vertinn, Ingunn Guðmundsdóttir.

„Við tókum við Pylsuvagninum 9. júní 1984, en þá var hann hérna við brúnna á þessum stað. Hann var 3 fermetrar og ekkert klósett, það var bara stokkið yfir í gamla Selfossbíó, það var ekkert rennandi vatn í vagninum, allt vatn sem þurfti að nota í var sett á plastbrúsa, síðan voru ílátin tekin heim og þvegin þar. Ekki veit ég hvað Heilbrigðiseftirlitið segði um slíkt núna !

” 10.maí 1985, stækkuðum við um heila 7 femetra á sama stað, ekkert klósett var í þessum vagni frekar en þeim fyrri, en við settum rennandi vatn, sem var algjör lúxus, samt þurfti að spara heita vatnið. Það var bara rafmagnskútur, sem tæmdist mjög fljótt ef vatnið var látið renna. Á þessum tíma unnu 6 til 8 manns í vagninum.

15,júlí 1988, byggðum við hús við Tryggvaskála og stækkuðum í 14 fermetra, það var sko höll, miðað við hina vagnana, nú komu klósettinn í PULLARANN, eins og unglingarnir kalla staðinn og ekki má gleyma bílalúgu sem við settum í þetta hús, en það var nýmæli á Selfossi. Við það stórjukust viðskiptin.

Í febrúar 1995 stækkuðum við skálann í 22 fermetra og opnaði hann 4, maí 1995 á þeim stað sem hann er núna, það má segja að hann sé kominn heim. Það eru tvær bílalúgur, og þetta er sá vagn sem í dag þjónar Selfossbúum, gestum og gangandi sem um bæinn fara. Í dag starfa 32 stúlkur sem reyna að seðja tóma maga viðskiptavinanna.

Í augum ferðamannsins sem á hér leið er PULLARINN eins og hver annar viðkomustaður, en PULLARINN á sér annað líf um helgar, þá skemmtir hann sér með bæjarbúum. Verið velkomin við bíðum spenntar að sjá ykkur.

Stelpurnar á PULLARANUM


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga