Greinasafni: Veitingar
Menam. Sælkeraréttir við fljótið
Skammt frá bökkum Ölfusáar, við Eyrarveg 8 á Selfossi, er veitinga- og gistihúsið Menam. Heitistaðarins, er nokkuð viðeigandi, því Menam þýðir „Við fljótið.“ Menam er tælenskur/alþjóðlegur veitingastaður sem var opnaður í desember 1997 en fyrir níu árum skipti hann um eigendur þegar Kristín Árnadóttir tók við rekstri hans. Þegar hún er spurð hvers vegna hún sé með megin áherslu á tælenskan mat, segir hún að upphaflega hafi staðurinn verið opnaður af íslenskum manni og tælenskri konu.„Þegar ég keypti svo staðinn, ákvað ég að  línunni, auk þessað stækka matseðilinn töluvert. Ég bætti við hannkjöti og fiski, smáréttum og öllu mögulegu. Engu að síður er tælenski maturinn í fyrirrúmi hjá okkur.“
Menam tekur fimmtíu og sexmanns í sæti en Kristín segirhann rúma vel sjötíu manns þegarhún tekur á móti hópum, en aukþess að vera veitingastaður, geturfólk keypt sér þar mat til að takameð sér heim. Ennfremur segirKristín að hún og hennar fólk takiað sér veislur, bæði á staðnum ogúti í bæ. Það er því nóg að gera áþeim bænum. Og nú fer að líða aðsumaropnunartíma, en frá 15. júnítil 15. ágúst er opið á Menam allandaginn og til ellefu á kvöldin umhelgar. Á öðrum tímum er lokaðmilli 14.00 og 17.00.

Fyrsta flokks hráefni
Það er auðvelt að finna Menamþví það er staðsett beint á mótihótelinu á Selfossi, rétt sunnan viðhringtorgið þegar beygt er í átt aðEyrarbakka.

“Hvað hráefni varðar“ segirKristín, „þá leggjum við metnaðokkar í að vera alltaf alltaf meðallt ferskt og nýtt hráefni og hjáokkur er ekkert eldað fyrirfram.Það er hver réttur eldaður fyrir sigþegar hann er pantaður. Við búumallar okkar sósur sjálf og erumalmennt ekki með neitt aðkeyptnema tómatsósuna. Ég get fullyrtað ég geti státað mig af fyrstaflokks hráefni og framreiðslu.

“Kristín segir reksturinn hafagengið misjafnlega á milli ára..Árin 2001 til 2003 var dálítillægð, hér eins og annars staðar íþjóðfélaginu og það var vissuleganokkurt mál að koma þessu ákoppinn . en í dag er staðurinnfarinn að ganga ágætlega. Þaðeru ekki eins miklar sveiflur ogáður, heldur hefur orðið heilmikilaukning á milli ára. Ég hef lítiðauglýst á milli áranna en mínauglýsing hefur verið ánægðirviðskiptavinir. Traffíkin er alltafað aukast, sem betur fer.“

 Litríkur staður
Þegar Kristín er spurð hverjirséu helstu viðskiptavinir hennar,segir hún, það vera bæjarbúaí Árborg, fólk sem dvelur ísumarbústöðum í kringum Selfossog íslenska sem erlenda ferðamenn.„Það er mjög algengt að fólk semdvelur í sumarbústöðunum hérí kring, komi við hjá mér og takimeð sér. Við seljum heilmikið út.Og það sama á við um útseldanmat og þann sem er borðaður ástaðnum. Hann er ekki eldaðurfyrirfram, heldur um leið og hanner pantaður.“ En eru Íslendingarhrifnir ar tælenskum mat?

„Ég myndi segja það og það eralveg með ólíkindum hvað krakkareru hrifnir af honum. Þeim finnsthreint ævintýri að koma hingaðog borða á staðnum. Staðurinn erskrautlegur og litríkur og þeimfinnst mikið sport að koma hingað,fá sér djúpsteiktar rækjur og horfaá allt skrautið.“

Kristín rekur einnig gistiheimiliá efri hæð veitingahússins. „Þettaer lítið gistiheimili þar sem leigðeru út fjögur herbergi. Þar ersameiginleg snyrting og setustofa,ekki eldunaraðstaða, heldurísskápur og kaffikanna, nettengingog fjölvarp. Það er auðvelt að látafara vel um sig þar. Þarna er umað ræða þrjú tveggja manna ogeitt þriggja manna herbergi ogreksturinn á þeim hefur gengiðmjög vel í gegnum árin, nýtinginverið ótrúlega góð. Einnig áverturna vegna þess hversu mikiðhér hefur verið af iðnaðarmönnumfrá útlöndun.“

 Svörum óskum viðskiptavinanna
Frá því í mars hefur Kristínverið með Þjóðverja og Dani semeru að vinna við frístundabyggðinaá gistiheimilinu. Þeir hafa veriðí fæði, húsnæði og nestun ogsegjast alsælir. En hvenær opnargistiheimilið fyrir traffík afþjóðveginum? „Iðnaðarmennirnirfara eftir fyrstu viku í júní og þáer gistingin opin fyrir gesti oggangandi,“ segir Kristín og bætirvið: “Við eigum orðið dágóðan hópaf ánægðum viðskiptavinum, endareynum við að svara óskum allraokkar viðskiptavina og gera alltsem þeir biðja okkur um, sé það áokkar valdi. Það er okkar stefna.“Og fyrir þá sem eiga leið um Selfossog langar til að prófa staðinn, þá er

netfangið  www.menam.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga