Greinasafni: List
Vinnustofa Guðfinnu E.
Um leið og komið er yfir Ölfusárbrúna tökum við hægribeygju út úr hringtorginu og höldum beina leið áfram að næsta hringtorgi. Þar blasir við verslunin Penninn TRS, þar við hliðina er port þar sem við hittum fyrir listakonuna Guðfinnu Elínu, en Elín einsog hún er kölluð er búin að koma sér upp galleríi og vinnustofu.
           
Elín opnar hurðina að vinnustofunni og þegar inn er komið  tekur á móti okkur andrúmsloft handverksins. Ég spyr hvort viðskiptavinirnir vilji ekki komast í beina snertingu við frumefnin? Elín svarar því til að margir vilji koma á bakvið til að sjá hvernig f r a m l e i ð s l a n gengur fyrir sig.

Munirnir eru af ýmsum toga en Elín hefur framleitt nokkrar línur sem hafa verið mjög vinsælar t.d.: sveitalínan, leirmyndalínan, bjöllulínan o.s.frv., en munina er auðvelt að skoða á heimasíðunni  www.vinnustofagudfinnue.com
 – Það sem kom skemmtilega á óvart var að sveitalínan sem Elín framleiddi upphaflega fyrir erlenda ferðamenn hefur verið mjög vinsæl hjá íslendingum. Aðspurð um framtíðina sagði Elín að hún sé að vinna í því að koma vörunum fyrir í vefverslun.

                   
                                                                

Stundum kemur fyrir að Elín framleiði fyrir sérstök tilefni, sem getur verið mjög skemmtilegt t.d. var hún beðin um að framleiða leirkeilu handa kennara sem var að hætta störfum, en allir nemendurnir komu í vinnustofuna og skrifuðu með eigin hendi í blautan leirinn, útkoman varð tilkomumikil og vakti mikla athygli.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga