Greinasafni: Hótel og gisting
Gamla Borg í Grímsnesi
Í Gömlu Borg í Grímsnesi er nú rekið kaffihús. ,,Það er vinsælt að halda hér veislur og fundi, einnig málverkasýningar og dansleiki. Fólki líður mjög vel í þessu húsi enda er þetta hús með sál. Þetta er kjörinn staður fyrir hópa í óvissuferðum, afmæli, veislur og fleira. Það eru allir velkomnir á Gömlu Borg,“ segir Lisa Thomsen framkvæmdastjóri.

Árið 1929 byggði Ungmennafélagið Hvöt þetta myndarlega hús en Þorleifur Eyjólfsson aðstoðarmaður húsameistara ríksins teiknaði það. Hann hafði teiknað gamla Þrastalund sem brann og var þá fenginn til að teikna þetta hús. Fljótlega réði Ungmennafélagið ekki við húsið og hreppurinn yfirtók það. Þá var rekinn skóli í húsinu og einnig voru allar samkomur sveitarinnar haldnar í húsinu, leiksýningar, tombólan, að ógleymdum dansleikjum en Borgarböllin voru fræg um allt suðurland. Um 1960 var farið að tala um að húsið væri of lítið og annað hvort þurfti að byggja við það eða byggja nýtt hús sem varð raunin.. Þá var þessu fallega húsi breytt í bílaverkstæði og var sú starsemi þar í 30 ár. Þá stóð til að rífa húsið en því var bjargað af nokkrum einstaklingum sem fóru þess á leit við sveitastjórnina að fá húsið til að koma því til fyrri vegs og virðingar en það var mjög illa farið. Unnið var að viðgerðum og árið 1999 var það vígt aftur og nú er það rekið sem kaffihús.
Helgina 28.-29.júní og 5.-6.júlí verður metnaðarfull dagskrá á Borgarsvæðinu sem nefnist Brú til Borgar. Dagskráin er helguð starfseminni í sveitinni á árunum 1945-1960. Boðið verður upp á handverkasýningu, ljósmyndasýningu, bílasýningu, traktorasýningu og margt fleira.

www.gamlaborg.is
hjaltibaldursson@gmail.com
Sími: 486 4550 - GSM: 863 8814 - Borg, Grímsnesi

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga