Guðnabakarí Selfossi
Breytist í konditori um helgar

Við aðalgötuna á Selfossi stendur Guðnabakarí og hefur verið þar frá árinu 1972. Starfsemin hefur byggst upp jafnt og þétt. Við hittum að máli Guðna Andreasen sjálfan en hann segir að viðskiptavinirnir séu mjög fjölbreyttur hópur heimamanna, þeirra sem búa í nágreninu, hestamanna, ferðamanna og ekki hvað síst sumarbústaðafólks.

IMG_1545.jpg

Það er skemmtilegt mannlíf í bakaríinu nánast allan daginn, sérstaklega eftir að veitingaaðstaðan var sett upp, en það eru sæti fyrir um 18 manns og er það mjög vinsælt. Bakaríði er opið alla daga frá kl. 08-18:00 og laugardaga kl. 08-16:00 og sunnudaga kl. 09:30-16:00.

“Við höfum gert okkur far um að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavinanna og má segja að bakaríið breytist í konditori um helgar, en þá verðum við vör við að fólk sem er að fara í heimsókn í sumarbústaði tekur með sér kökur og brauð. Það er greinilegt að fólk er í sumarbústöðunum meira og minna allt árið.” Segir Guðni bætir svo við að hestamennirnir komi orðið allt árið um kring en þeir sækja í hestabrauðið, en þar er erfitt að anna eftirspurn.

“Það má segja að við sjáum hér þverskurð af því sem þjóðin tekur sér fyrir hendur í frístundum og er mjög gaman að því hversu ólíkar þarfirnar eru.” Segir Guðni að lokum, en við kveðjum og þökkum fyrir “trakteringarnar”.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga