Greinasafni: Ferðaþjónusta
Afþreyingarsetrið Slakki

25 stiga hiti og logn allt árið

Afþreyingarsetrið Slakki er í Laugarási í Biskupstungum (2 km frá Skálholti) eða ca. 100 km frá Reykjavík. Það er hægt að velja um tvær leiðir, annars vegar gegnum Selfoss upp skeiðin eða fara Grímsnesið og taka stefnu á Skálholt.

Á hlaðinu hitti ég Helga Sveinbjörnsson en hann segir: “Nú verður alltaf gott veður hjá okkur í sumar. Við erum með svæði innandyra sem er rúmlega 1.000 fermetrar en það gerir okkur kleift að hafa sumarblíðu í roki og rigningu. Við hönnun aðstöðunnar höfðum við golfáhugamenn sérstaklega í huga, Þar er að finna 350fm 9 holu púttvöll, ásamt 250fm 9 holu minigolfvelli, þá er leiktækjaaðstaða á staðnum (púlborð, pílukast ásamt fleiri tækjum). Einnig er hægt að bjóða upp á skjávarpa sem er settur í gang þegar eitthvað sérstakt er um að vera.” Helgi sagði það færast í vöxt að fólk nýtti sér aðstöðuna við allskyns tilefni, enda er hægt að finna eitthvað við allra hæfi og veitingastaðurinn þjónar öllu svæðinu.

Garðurinn í Slakka hefur verið starfræktur í 14 ár. í dýragarðinum er meðal annars að finna kanínur, hvolpa, kettlinga, kalkúna, ref, geit, gæsir, endur, hænur, gríslinga svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum páfagaukunum og svo er alltaf að bætast við eitthvað nýtt. Við breytingarnar opnum við líka innidýragarð, sem margir kunna vel að meta þegar rignir.

Garðurinn verður opinn alla daga frá klukkan 11-18 frá og með 1. júní til 1. september.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga