Greinasafni: Veitingar
Kaffi Klettur veitingastaður í Reykholti í Biskupstungum
Kaffi Klettur er notarlegur veitingastaður í Reykholti í Biskupstungum. Húsið er bjálkahús sem stendur í skógarlundi í holtinu fyrir neðan Aratungu. Frá Kaffi Klett tekur um tíu mínútur að aka að Geysi. Guðfinna Jóhannsdóttir eigandi segir að í boði sé fjölbreyttur matseðil við allra hæfi, allt frá hefðbundnum íslenskum réttum í alþjóðlega rétti. Mikil áhersla sé lögð á notalegt umhverfi og geti gestir setið bæði inni og úti ef veður leyfir. Guðfinna segir að góð aðstaða sé fyrir hestafólk að koma og fá sér hressingu enda hestagirðing á lóðinni.Kaffi Klettur opnar klukkan tólf á hádegi alla daga á sumrin. Á veturna er breytilegur opnunnartími en hægt er að panta fyrir hópa. Guðfinna segir að vel sé tekið á móti hópum og að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns í mat.

,,Hér á Reykholti er sundlaug og því upplagt að koma hingað og fara í sund og fá sér hressingu hjá okkur,“ segir Guðfinna.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga