Greinasafni: Hótel og gisting
Síðasti bærinn í Dalnum

Í Efsta-Dal er boðið upp á gistingu í rúmgóðum herbergjum, sólverönd og heitan pott – og þar fást veiðileyfi í Brúará

Efsti-Dalur er austasti bærinn í Laugardalnum, eða síðasti bærinn í dalnum áður en ekið er yfir Brúará, upp í Biskupstungur. Í Efsta-Dal II reka hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson myndarlegt gistiheimili, þar sem er gistirými fyrir tuttugu og átta manns í rúmgóðum og skemmtilegum tveggja manna herbergjum.

Tíu af herbergjunum eru í sérhúsi og eru þau öll með baði, en fjögur herbergi eru síðan á neðri hæðinni, á sveitabænum sjálfum, öll með vaski en sameiginlegu baðherbergi.

Í Efst-Dal er áhersla lögð á persónulega þjónustu, vinalegt og notalegt andrúmsloft og umhverfi – og góðan mat en þar er matsalur fyrir þrjátíu og sex manns. Þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og tveggja til þriggja rétta kvöldmáltíðir. Auk þess er rúmgóð sólverönd á bænum, sem og heitur pottur.

Efsti-Dalur II er einstaklega vel staðsettur sveitabær með kúabúskap, en þar er ennfremur rekin hestaleiga – sem ekki er amalegt, því þaðan er stutt í allar helstu náttúruperlur landsins. Frá bænum liggur líka fjöldi merktra gönguleiða. En það er fleira hægt að gera en að ganga og fara í útreiðatúr. Það er aðeins átta mínútna akstur frá Efsta-Dal til Laugarvatns, þar sem er sundlaug, gufubað, kajakaróður og ýmis önnur skemmtileg afþreying. Það tekur tíu mínútur að keyra að Geysi og þaðan fimm mínútur að Gullfossi. Einnig er stutt í Skálholt og Slakka þar sem vinsælt er að fara með börnin í íslenskan „dýragarð.“ Ekki má heldur gleyma Gróðurhúsabyggðinni í Reykholti handan Torfastaðaheiðarinnar og þar er hinn vinsæli sveitaveitingastaður, Kletturinn. Það má því segja að Efsti-Dalur sé mjög miðsvæðis fyrir þá sem ætla sér að skoða þetta fallega svæði – og vilja gjarnan eiga sér samastað á meðan.

Vígða laugin
Svo er nú ekki til að skemma fyrir að Efsti-Dalur stendur við Brúará, sem skilur að Laugardalinn og Biskupstungur. Í Efsta-Dal eru seld veiðileyfi í ána en þar er mikill silungur og hægt að veiða á allmörgum stöðum í ánni. Heimasíða Efsta-Dals er www.efstadal.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga