Greinasafni: Hótel og gisting
Sveitabúðin Sóley

Neðarlega í Flóahreppi fyrir sunnan Selfoss er að finna forvitnilega búð sem er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands. Um er að ræða litla sveitabúð sem selur fallega gjafavöru víða að úr heiminum. Búðin litla er að bænum Tungu og þangað tekur tæpa klukkustund að keyra frá Reykjavík. Til að komast á svæðið er upplage að taka stuttan hring í Flóanum og fara meðfram ströndinni frá Stokkseyri en Sveitabúðin Sóley er 7 km austur af Stokkseyri.


Sóley Andrésdóttir opnaði búðina fyrir tæpum 4 árum síðan. - Í viðtali við fréttamann blaðsins greindi Sóley frá því að búðin væri að danskri fyrirmynd en Sóley bjó í Danmörku á sínum tíma og stundaði þar nám ásamt manni sínum og dóttur í fimm ár. Sveitabúðin Sóley sérhæfir sig í fallegri gjafavörum og lögð er sérstök áhersla á afslappað andrúmsloft enda búðin langt frá skarakala borga og bæja. Búðin er orðin æ vinsælli stoppistaður fólks sem er á ferð um Flóann og margir hópar gera sér sérstaka ferð í hana til að versla og njóta sveitasælunnar og jafnvel kíkja á bústofninn og njóta góðra veitinga.

Sóley er með svokallað greiðasöluleyfi og tekur því hópa í mat sem er fryrirframpantaður og taka þau hjónin í Tungu á móti óvissuhópum sem vilja skemmta sér og njóta lífsins. Opnunartími Sveitabúðarinnar er nokkuð óvenjulegur en hún er opin þegar einhver er heima  Sveitabúðin er staðsett í einu mesta víðsýni landsins þar sem fjallasýn er falleg. Sveitabúðin Sóley er staður sem er vel þess virði að heimsækja og ljóst er að það mun hverjum sem þangað kemur koma á óvart hversu fjölbreytt úrvalið er og hversu marga skemmtilega hluti þar er hægt að finna.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga