Greinasafni: Hótel og gisting
Hótel Hvítá í nafla Árnessýslu

Það má með sanni segja að Hótel Hvítá í Laugarási sé nafli Árnessýslu. Þar mætast sjö sveitarfélög auk þess sem fjölmargar náttúruperlur má finna í nágrenni hótelsins. Hótel Hvítá, sem starfrækt hefur verið síðan 1997, leggur ríka áherslu á gæði og gestrisni auk þess sem að hótelið er leiðandi í lágu veitingaverði.


Þar eru tólf herbergi, með bæði uppábúnum rúmum og svefnpokaplássi, sem rúma alls 50 manns. Níu herbergjanna hafa sér baðherbergi og eru fyrir tvær til fjórar manneskjur.

Á staðnum er veitingastaður og tveir salir, fyrir 60 manns annars vegar og 120 manns hins vegar. Aðstaðan hentar vel fyrir alls konar samkomur, hvort heldur sem er fundi, ráðstefnur, árshátíðir eða hestamót. Að Hótel Hvítá er einnig tjaldstæði sem rúmar 250 tjaldvagna.

Hvítárskálinn, veitingastofa og grill, var opnaður fyrir þremur árum og nýtur gríðarlegra vinsælda. Skálinn er opinn yfir sumartímann og þar er boðið uppá glæsilegan matseðil grillrétta og annarra gómsætra rétta. Í sumar verða síðan tertuveislur allar helgar þar sem boðið verður uppá átta tegundir af heimatilbúnum tertum með eftirmiðdagskaffinu.

Í nágrenni Hótels Hvítár má finna margar af náttúruperlum Íslands, þar á meðal má nefna Gullfoss og Geysi, Kerið og Þingvelli. Auk þess er Dýragarðurinn í Slakka í næsta nágrenni þar sem finna má ýmsa skemmtun fyrir bæði börn og fullorðna. Á hverju ári heimsækir fjöldi erlendra og innlendra ferðamanna Hótel Hvítá en einnig er mikið um að gestir úr nærliggjandi sumarbústöðum eigi leið hjá bæði í kaffi og grill.

Ýmislegt er á döfinni hjá Hótel Hvítá í sumar og ber þar hæst Geirmundarball sem haldið verður fyrstu helgina í júlí. Þá verður Harmonikkuhátíðin að sjálfsögðu á sínum stað um Verslunarmannahelgina líkt og síðastliðin 10 ár.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga