Matvöruverslun og þjónustustöð N1

Verslunin Bjarnabúð er staðsett við þjóðveginn ,í Reykholti í Biskupstungum.Þar hafa margir komið við í gegnum tíðina ,fengið sér hressingu og tekið bensín


Við hittum að máli Bjarna Kristinsson sem hefur rekið þarna verslun ásamt eiginkonu sinni Oddnýju Kristínu Jósefsdóttur í rúm 20 ár. Bjarni nefnir að það sé hefð fyrir verslun á þessum stað, en faðir hans Kristinn Sigurjónsson byrjaði að selja þarna bensín í litlum skúr fyrir 1950.

Margt hefur breyttst á þeim tíma sem liðinn er frá því um miðbik síðustu aldar. Það eru ekki bara ferðamenn sem eru viðskiptavinirnir heldur hefur fjöldi fólks sem dvelur að staðaldri í nánasta umhverfi margfaldast og þöfrin fyrir þjónustu hefur aukist jafnt og þétt.

Tími þess að einhver var sendur úr heyskapnum til að afgreiða bensín, ef sást til bíls er liðinn. Það má segja að skúrinn sem faðir Bjarna byggði hafi tekið stakkaskiptum úr 3 fermetrum í rúmlega 100 fermetra hús sem í dag hýsir matvöruverslun ,bensínafgreiðslu og banka.

Nú er opið allan ársins hring og áhersla lögð á að hafa sem mest úrval af matvöru og grænmeti af svæðinu, enda er mjög mikil ræktun allt í kring.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga