Greinasafni: Hestar
Beintenging við hestaíþróttina

Hrossaræktarbúið að Lækjarbotnum í Landssveit hefur verið í hrossarækt frá árinu 1983, þegar hjónin Guðlaugur Kristmundsson og Jónína Þórðardóttir festu kaup á jörðinni.


Við tókum Guðlaug tali, en hann sagði að stefna Ræktunarbúsins sé að rækta viljug, gangrúm og fasmikil hross með góða fótalyftu og vera með fá en góð hross. - Það má segja að það hafi tekist með miklum ágætum en frá árinu 1995 hafa 16 hross frá búinu fengið fyrstu verðlaun auk fjölda annarra minni verðlauna. – Einsog þeir vita sem hafa fengist við hrossarækt er ekki endilega víst að bestueiginleikar foreldranna skili sér til afkvæmanna það getur alveg eins farið á hinn veginn. Guðlaugur taldi að þau hafi verið heppin með hross og að flest áform þeirra hafi skilað sér í ræktuninni.

Þá sagði Guðlaugur að þátttaka í almennum keppnum skili sér mjög vel þegar um kybótahross sé að ræða. Hafi merinni vegnað vel í keppnum þá þekkja hestamennirnir til hennar og eiga þar af leiðandi auðveldara með að taka ákvörðun um kaup. Í upphafi keyptu þau hjónin merina Heklu Mjöll sem afmælisgjöf handa dótturinni á bænum og stóð hún svo sannarlega undir væntingum. Vorið 1989 var ákveðið halda hennu undir Ljóra frá Kirkjubæ, síðan þá hefur hún verið meira og minna í ræktun. 
Hekla Mjöll hefur gefið 5 1. verðlauna hryssur og úrval af góðum reiðhestum.

Dæmi um þetta er þegar þau lánuðu henni Heklu Katrínu stúlkunni á næsta bæ merina … og hún vann barnaflokkinn 2001 og aftur 2002, eftir það var hryssan sett í folaldseignir og er mjög vinsæl, ekki síst vegna þess hve þekkt hún er. Þannig skilar þátttaka í almennum mótum sér beint til baka.

Þau hjónin hafa alltaf lagt mikið uppúr því að taka á móti áhugafólki, sýna hrossin og ráðleggja varðandi tamningu, þjálfun hrossanna og koma því í samband við réttu aðilana. Hvort sem það er styrkja sjálfa sig í hestamennskunni eða til að taka þátt í keppni. - Einhversstaðar verður áhuginn að fá tækifæri til að kvikna og hvar er það betra en úti í haga hjá sjálfum hrossunum að ég tali nú ekki um á vorin þegar folöldin eru komin á kreik. – Guðlaugur hvetur fólk til að hafa samband en það er nauðsynlegt að hringja á undan sér til að tryggja að einhver sé til staðar. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.laekjarbotnar.is en þar er einnig að finna myndir af hrossunum.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga