Kanarí stemming á Íslandi

Félagsheimilið Árnes er staður sem þeir sem komnir eru til ára sinna muna eftir í tengslum við sveitaböll.

Í dag eru þarna glæsileg tjaldstæði, með góðri hreinlætisaðstöðu, heitum potti , leiktækjum, sundlaug og heitum potti, íþróttavöllur, sturtur, hestaleigu, gistingu, verslun, veitingahús með glæsilegar veitingar, frábært morgunverðarborð og úrvals matseðil, bar og stóran samkomusal. Þá er góð aðstaða til veisluhalda allt árið (ættarmót, árshátíðir, þorrablót o.fl.).

Ég hitti fyrir Bergleif Joensen sem er í forsvari fyrir staðinn, hann segir að það færist sífellt í vöxt að félög og ýmiskonar hópar komi og nýti sér möguleikana sem svæðið hefur uppá að bjóða og er þá sérstaklega vinsælt að halda veislur og dansleiki þar sem hópurinn er alveg útaf fyrir sig.

Margir hópar koma jafnvel ár eftir ár. Til dæmis hefur hópur fólks sem kynntist á Kanaríeyjum komið í Árnes á hverju sumri í 10 ár og haldið “grísaveislu”, en það er feikna “stuð” á þeim samkomum og má segja að andi Kanaríeyja svífi yfir vötnunum. Það eru margir aðrir hópar sem koma reglulega svo vandinn er aðallega fólginn í að finna tíma þar sem aðstaðan er laus. Nánari upplýsingar er að fá í síma 486 6048 eða á slóðinni http://notendur.centrum.is/~bergleif/

Möguleikar til afþreyingar eru miklir og fjölmargir áhugaverðir staðir í nágrenninu svo sem margar fallegar gönguleiðir og vegurinn í Þjórsárdal liggur rétt hjá, en þar er að finna marga athyglisverða staði, s.s. Gjána, Gjáarfoss, Háafoss, Hjálparfoss, Þjóðveldisbæinn að Stöng og síðast en ekki síst Heklu. Næstu farfuglaheimili: Laugarvatn 57 km., Fljótsdalur 50 km.

Þá sakar ekki að geta þess að á staðnum er rekið farfuglaheimili en nánari upplýsingar um það er að finna á: Hótel Árnes


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga