Greinasafni: Hótel og gisting
Koma jafnvel tvisvar í sama ferðalaginu

Við rennum í hlaðið á Dalbæ III sem er bændagisting númer 683 og hittum að máli staðarhaldara Rut Sigurðardóttur. Það má til sanns vegar færa að staðsetningin getur vart verið betri með tilliti til náttúruperla, gönguleiðir eru fjölmargar enda er þetta nánast nánast miðjan á “gullna hringnum” og örskot er þaðan inn á hálendið (Kjalvegur). – Þegar ferðast er upp Hreppana (frá Selfossi) er staðurinn 4 km suður af Flúðum og er þá beygt til vinstri af þjóðveginum við skiltið ... .

Fyrir þá sem ekki hafa dvalið á þessum slóðum skaðar ekki að geta þess að veðursæld er óvenju mikil, þótt það rigni allt um kring er oft þurrt á þessu svæði og litadýrð næturhiminsins á sumrin er mjög sérstök, enda eru við komin inn í mitt land. Rut segir að það komi fólki oft á óvart hvað þessi atriði hegða sér öðruvísi en við ströndina.

Við spyrjum um hvort íslendingar séu meðal gestanna? – “Það færist alltaf í vöxt að íslendinga komi við og gisti eina til tvær nætur, en það sem kemur á óvart er að sama fólkið kemur oft tvisvar í sama ferðalaginu. Þetta er góð hvíld í ferðalaginu og gott að komast í aðstöðuna, heitan pott, uppbúið rúm og aðstöðu til að þurrka föt. – Hvenær er opnið þið á vorin? “Við höfum opið allt árið en á veturna hefur það verið vinsælt af “Jeppa-fólki” að koma við hjá okkur eina nótt áður en lagt er á hálendið”. – Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni hér


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga