Greinasafni: Hestar
Hestasýningar í Friðheimum

Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir eiga og reka garðyrkjustöðina Friðheima í Reykholti og undanfarin ár hafa þau verið að flétta hestamennsku æ meir inn í reksturinn. Þau rækta hross og annast reiðkennslu fyrir grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem nemendum í 9. og 10. bekk er boðinn áfangi í hestamennsku sem valgreinn. Síðastliðið sumar byrjuðu þau svo að bjóða upp á hestasýningar fyrir ferðamenn sem njóta vaxandi vinsælda.

Knútur Rafn segir að markmiðið sé að kynna íslenska hestinn fyrir ferðamönnum. Þeim sé boðið upp á að sjá, upplifa og snerta hrossin og í leiðinni öðlast þó nokkra vitneskju um hesta og hestamennsku.

“Við erum með 12 mínútna sýningu sem skiptist í fjóra hluta sem hver rennur á eftir öðrum og undir sýningunni er leikin tónlist og tal af geisladisk sem við eigum til á mörgum tungumálum. Eftir sýninguna er fólki boðið inn í hesthús og þar kemst það í snertingu við hestinn. Undirtektir síðastliðið sumar lofa mjög góðu og eru margir hópar bókaðir í sumar. Einnig ætlum við að bjóða upp á fastar sýningar alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00 í júní, júlí og águst,” segir Knútur Rafn.

Þau hjónin eiga fimm börn og fluttu þau úr Reykjavík fyrir 13 árum eftir að þau luku námi og keyptu garðyrkljustöðina Friðheima. Í byrjun var þar aðeins vinna fyrir annað þeirra en þau hafa byggt stöðina upp og eru nú sex ársverk við ræktunina. Þau rækta tómata við raflýsingu og eru því að uppskera allt árið, en þau rækta venjulega tómata, plómutómata og konfekttómata og í dag er þessi starfsemi grunnurin í rekstrinum.

Friðheimar
Bláskógabyggð, 801 Selfoss
Sími/Telephone: +354 486-8815 & +354 897-1915
fridheimar@centrum.is
www.fridheimar.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga