Greinasafni: Hótel og gisting
Tjaldað í útivistarparadís

Tjaldstæðið á Laugarvatni er eitt elsta og þekktasta tjaldstæði landsins, hefur verið starfrækt í fjörutíu ár. Í tengslum við tjaldstæðið er svo Tjaldmiðstöðin Laugarvatni – Veitingahúsið Bláskógar. Staðarhaldari segir fyrirtækið hafa síaukið við sig í veitingasölu og þjónustu á þessum áratugum, bæði fyrir tjaldbúa, sem og gesti og gangandi.

Í Tjaldmiðstöðinni er heitur matur í hádegi,virka daga ásamt öðrum veitingum og stöku helgi er boðið upp á útigrill og tjútt inn í nóttina.

„Tjaldstæðið er paradís í hinum gullna þríhyrningi og býður upp á fjölbreytilega útivist,“ segir Guðmundur Óskar, sem ásamt konu sinni Bryndísi, reka staðinn. „Tjaldsvæðið er kjarri vaxið með sínum sléttlendum og stutt í íþróttaaðstöðu ríkisins á Laugarvatni; sundlaug, gufubað, golfvöll Golfklúbbs Dalbúa í Miðdal, gönguleiðir merktar og ómerktar. Má þar nefna Gullkistu og Laugarvatnsfjall með undraheimum hellanna. Hestaleiga er ekki langt undan þessari paradís, að ógleymdu Laugarvatninu sjálfu til að róa á kajökum og kanóum – þetta er í einu orði sagt útivistarparadís.

Sá galli er þó á gjöf Njarðar að tjaldstæðið er ekki hægt að taka í notkun fyrr en 10. júní. Vegna legu sinnar er það bara markaðssett í júní, júlí og ágúst og opnar þetta árið 10. júní. Þar er aðstaða fyrir allan ferðamáta, frá tjaldinu góða í nýtísku hjólhýsi, vagna og bíla.

„Tjaldsvæðið er kjarri vaxið með sínum sléttlendum og stutt í íþróttaaðstöðu ríkisins á Laugarvatni„
Aldurstakmark er á tjaldstæðinu á Laugarvatni. Það er hátt fyrir einstaklinga í hópum, en fjölskyldur allt niður í ungabörn eru hjartanlega velkomin; afi, amma, pabbi og mamma, og börnin öll. Því miður hefur æskufólk um tvítugt misstigið sig í náttúru landsins og við staðarhaldarar í paradís gróðursins höfum þurft að sporna við ásókn vegna óhóflegrar notkunar vímugjafa hvers konar. Hjá okkur er þrjátíu ára aldurstakmark – en gildir aðeins fyrir einstaklinga í hópum. Fjölskyldan á að geta notið þess að koma til okkar í útilegu. Hún á að fá svefnfrið og geta verið óhrædd um eigur sínar á meðan hún nýtur alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Enda er það svo að fjölskyldur koma ánægðar til okkar og fara enn ánægðari.“

Aðstöðu fyrir útilegur segir Guðmundur Óskar góða. „Hjá okkur er salernisaðstaða, kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurkari, sléttar gundir og kjarr, leiktæki sem mættu þó vera fjölbreyttari, ásamt sparkvelli. Við erum ekki með eldunaraðstöðu innannhúss. Hjá okkur eldar hver við sína tjaldskör, eða notfærir sér Veitingahúsið Bláskóga við þröskuldinn. Fólk fer jú í útilegu til að komast í snertingu við náttúruna og fortíðina.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga