Reynum að vera sanngjarnir í verði

Verslanir Kjarvals bjóða upp á allt fyrir ferðamanninn – og eru ávallt með „vikutilboð“


Kjarval er verslunarkeðja sem þjónar gestum og gangandi víða um suðurland. Alls eru fimm verslanir staðsettar þar, í Þorlákshöfn, á Hellu og Hvolsvelli, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. Rekstrarstjóri Kjarvalsverslananna, Guðmundur Hafsteinsson segir þær matvöruverslanir fyrir þessi minni bæjarfélög en meginuppistaðan yfir sumartímann sé þó þjónusta við ferðamenn, innlenda sem erlenda.

„Við erum með matvöru, búsáhöld, verkfæri og ýmis konar ferðavörur, hvort sem það eru gaskútar, gasgrill, ferðastólar, eða dýnur sem við seljum yfir sumartímann. Við reynum að vera sanngjarnir í verði. Höfum verið að veita tilboð í hverri viku og samræmum þau tilboðum Krónunnar – erum, sem sagt, með lágvörutilboð.

Yfir sumartímann lengjum við opnunartímann, einkum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri til að mæta þörfum ferðamanna. Það má líka segja að framboð á matvælum breytist yfir sumartímann, því þá aukum við bæði skyndimat og bjóðum upp á grillkjöt og slíkt, erum með „allt á grillið“ eins og gerist í matvöruverslunum. Við keyrum mikið á þeim vöruliðum á vikutilboðum.

Samhliða versluninni á Hellu rekum við útibú fyrir ÁTVR sem við opnuðum fyrir ári. Svo vorum við að opna pósthús á Klaustri í síðustu viku í samstarfi við Íslandspóst.

Opnunartíminn er frá tíu að morgni til átta á kvöldin, á meðan mesti ferðamannastraumurinn er. Það er opið alla daga vikunnar yfir sumartímann og hann er svo sannarlega kominn hjá okkur.“


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga