Greinasafni: Hótel og gisting
Fallegt hótel, vönduð þjónusta

Á Hótel Flúðum er einn besti veitingasalurinn á landinu

Á Hótel Flúðum ráða þau ríkjum Margrét Runólfsdóttir og Guðmundur Sigurhansson. Hótelið, sem var tekið í notkun árið 2000, hefur upp á að bjóða fyrsta flokks aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur, herbergin eru flott og maturinn... frábær. Alls eru þrjátíu og tvö herbergi á hótelinu, öll með baðherbergi, sjónvarpi og síma og dyrum út í garð. Fundarsalurinn er byggður 2004 og er hótelið flokkað sem þriggja stjörnu hótel.

Margrét og Guðmundur hafa rekið hótelið frá 2003 og segir Margrét herbergjaálmurnar vera Skjólborgin gamla. “En þegar móttaka, veitingasalur og bar voru byggð, voru allar herbergjaálmurnar teknar í gegn,” segir Margrét. “Þær voru fyrir í Skjólborg sem Hótel Edda rak á sumrin. Auk þess notaði Eddan skólann á sumrin, sem og félagsheimilið – en það er ekki til staðar lengur.”

Mikil aukning á milli ára
Hótel Flúðir er heilsárshótel og leigir Icelandair nafnið. Inni í þessari leigu er bókunarmiðstöð og auglýsingar sem rekið er frá Reykjavík, er svokallað “franchise” hótel. Engu að síður er Hótel Flúðir sjálfstætt hótel fyrir gesti og gangandi.

Margrét lætur vel af nýtingu hótelsins. “Hér hefur verið stöðug aukning í gegnum árin. Ein ástæðan er sú að ferðasumarið að lengjast og aukningin hefur verið um 20 prósent á milli ára. Hér er ferðamannastraumur að aukast í uppsveitum Árnessýslu, auk þess sem Hótel Flúðir er að verða vinsæll staður fyrir fundahöld. Hingað kemur mikill fjöldi af fyrirtækjum til að halda fundi.

Við erum með hótelstærð á salnum, sem þýðir að við tökum alla hótelgestina í sæti. Fundarsalurinn er mjög rúmgóður og útbúinn fullkomnustu tækjum. Hér er mjög fallegt og útsýnið frábært úr fundasalnum. Við erum eitt af fáum hótelum á landsbyggðinni sem er með fagfólk í sal og eldhúsi. Það er mjög mikill kostur. Þar af leiðandi er þjónustan alveg hundrað prósent.

Fyrsta flokks matreiðslumeistari
Veitingasalurinn hjá okkur tekur um 70 manns í sæti. Hann er opinn fyrir gesti og gangandi auk þess að vera fyrir hótelgesti. Þar erum við með a la carte matseðil, þar sem er fjölbreytt úrval af réttum, þrír forréttir, fjórir aðalréttir og síðan eftirréttur. Þessum seðli er skipt út ársfjórðungslega og hann er stærri á sumrin.

Eins og gefur að skilja er allt grænmetið ferskt. Það kemur allt grænmetið og jarðarberin hérna frá svæðinu svo við notum aldrei frosið grænmeti. Það er önnur sérstaða okkar. Matreiðslumeistari hjá okkur er Björn Ingi Björnsson sem hefur ákaflega góðan orðstír og ég held að ég geti kinnroðalaust fullyrt að við séum með betri veitingastöðum á landinu og klárlega þann besta miðað við sambærileg hótel.”

Þegar Margrét er spurð hvað ferðamenn séu að sækja á Flúðir, segir hún afþreyingarmöguleikana afar margbreytilega. “Við erum með frábærar gönguleiðir, bæði í byggð og utan, sem og einstakt fuglalíf á sumrin. Við erum með hestaleigur og tvo golfvelli, annars vegar átján holu, hins vegar níu holu. Við erum með kaffihús þar sem er líka matur, öðru vísi en við, léttari og heimilislegri. Svo erum við hinn margfræga Útlaga, pöbb þar sem eigandinn er ákaflega duglegur að vera með lifandi tónlist. Við erum með byggðasafn, sundlaug, fína íþróttaaðstöðu – og síðan er hægt að heimsækja garðyrkjubændur og versla hjá þeim grænmeti.

Leyndar gersemar
Það má segja að Hrunamannahreppur sé ríkur bæði af menningu og sögu. Því er til dæmis haldið fram að hér sé að finna hverfingu, eða leynirými, sem er 5x5 metrar að stærð og talin vera í Skipholtskróki, á afrétti okkar skammt frá Kerlingafjöllum. Í þessari hvelfingu er sagt að sé gymduri heilagur kaleikur, eða Gral, sem tengist síðustu kvöldmáltíðinni.

Hér á Flúðum er oftar en ekki margt um manninn, enda staðurinn víðfrægur fyrir sína miklu veðurblíðu og þá góðu aðstöðu sem ferðamönnum stendur til boða. Virk þátttaka þeirra gaerir okkur mögulegt að standa fyrir öflugu menningar- og skemmtistarfi að sumrinu – sem tekur mið af allri fjölskyldunni.”

Og fyrir þá sem vilja njóta þessa frábæra hótels, er bent á að vefurinn er eilítið langsóttur. Það má finna á www.Icehotels.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga