Greinasafni: Ferðaþjónusta
Líf og fjör á Geysi


Fjölbreyttir ferðamöguleikar

Það er ekki einungis hverasvæðið sem heillar á Geysissvæðinu. Ferðamöguleikar þar eru óteljandi. Frá hverasvæðinu eru margar gönguleiðir um Haukadalsskóg. Í skóginum er að finna grillhús og fjórhjólaleigu þar sem hægt er að fara í klukkustundar eða tveggja tíma ferðir upp í hlíðar Haukadalsheiði. Allar upplýsingar um gönguleiðir og fleira er að finna í móttökunni á Hótel Geysi. Þess má geta að búið er að leggja hjólastólastíga í Haukadalsskógi.

Hverasvæðið stendur alltaf fyrir sínu. Þar gýs hverinn Strokkur á 5 til 10 mínútna fresti en Geysir sjálfur gýs þrisvar til fimm sinnum á sólarhing en ekki er vitað hvenær.

Á Geysi er margmiðlunarsýning í Geysisstofu byggðasafni. Þar er hægt að upplifa Ísland í heild sinni, sögu lands og þjóðar.

Níu holu krefjandi golfvöllur er nokkra metra frá hverasvæðinu og hestaleiga er á Geysi þar sem boðið er upp á klukktíma ferðir og einnig lengri ferðir.

Í hestaferðunum og fjóhjólaferðunum er hægt að upplifa hina fögru Jarlhettur sem eru ákaflega kraftmikill fjöll.
Hótel Geysir er fyrsti íþróttaskóli landsins byggður 1927 en er nú rekin sem hótel og veitingaþjónusta sem er opin allt árið. Mábil Másdóttir hótelstjóri segir að mikil áhersla sé lögð á ljúffengan mat og að upplagt sé að skreppa á Geysi nýta þar alla ferðamöguleikana og fá sér síðan að borða á hótelinu eða í söluskálanum.

Tjaldstæði er inn á svæðinu og kostar 800 kr. fyrir fullorðna að tjalda á svæðinu en ókeypis er fyrir börn. Innifalið í verðinu er ferð í sundlaugina og heitu pottana.

Sundlaugin er opin öllum og nú er unnið að endurbótum á henni.

Mábil segir að mikið líf og fjör sé í hótelgarðinum á sumrin. Gjarnan er boðið upp á tapasrétti og tónlist. Hún segir að vinsælt sé að halda brúðkaup á Geysi.

Ýmsar uppákomur er á Geysi. Til dæmis verður hin vinsæli Kvennaljómi haldin þann 31. maí 2008. Konur á öllum aldri koma saman og skemmta sér. Mábil segir að undanfarin ár hafi um þrjú til fimm hundruð konur alls staðar af landinu mætt og að rútur séu frá Reykjavík á Kvennaljómann. Boðið er upp á kampavín og smárétti um allt hús, listakonur eru með sýningar og einnig er sýnt allt það nýjasta í hártísku og förðun.

Mábil segir að Geysir sé í raun hurðin að hálendinu. Það er síðasta stoppið í leið á hálendið. I móttökunni er hægt að fá upplýsingar og bóka ferðir uppá hálendið. Hægt er að fá upplýsingar um gönguleiðir í Kerlingafjöll og snjósleðaferðir upp á Langjökul og aðra ferðamöguleika á hálendinu.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga