Ræktað allt árið á Flúðum

Rétt fyrir utan Flúðir er starfrækt grænmetisræktun allt árið. Fyrirtækið heitir Gróður ehf. Og er staðsett á Hverarbakka 2 í Hrunamannahreppi. Þorleifur Jóhannesson er þar í forsvari og segir hann að ræktunin fari fram í 4 þúsund fermetra gróðurhúsum sem öll séu í lýsingu. Tómatar eru lýstir allt árið en á sumrin er ræktað auk tómata kínakál, blómkál, spergilkál, sellerí og rófur.

Þorleifur segir það vissulega erfitt að rækta allt árið í rysjóttu veðri eins og á Íslandi. Sumarið í fyrra hafi að vísu verið mjög gott en tvö sumur þar á undan hafi verið erfið. Hann segir þó mjög gefandi að starfa við þetta. ,,Við værum ekki að þessu nema vegna þess að þetta er gaman og gefur eitthvað í aðra hönd,“ segir Þorleifur.
Útiræktunin er að hluta til í heitum görðum sem eru heitir af náttúrunnar hendi. Sölufélag garðyrkjumanna sér um alla dreifingu fyrir Gróður ehf og til að gefa einhverja vísbendingu um víðfemi starfseminnar eru framleiddir um 20 tonn á mánuði af venjulegum tómötum. Einnig eru ræktarðir kirsuberjatómatar. Þorleifur segir að útiræktunin sé mjög mannfrek og að á veturna starfi um 6 manns en allt upp í um 14 á sumrin.

,, Það er yndislegt að vera út í náttúrunni og rækta grænmeti. Og við erum ekki að bjóða upp á neitt slor því íslenska grænmetið er mjög hollt og gott. Fullt af vítamínum. Ástæðan fyrir því að íslenska grænmetið er svona gott og kraftmikið er hið góða vatn og heilnæma loft. Einng verður það kraftmeira og betra vegna þess að ræktunin er svo hæg,“ segir Þorleifur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga