Golf í fallegu umhverfi

Golfvöllur Ásatúns rétt við Flúðir er í dalverpi í Langholtsfjalli. Völlurinn er 9 holu. ,,Völlurinn er rómaður fyrir góða umhirðu og hér er mikil veðursæld. Aðstaðan er eins og best verður á kosið“ segir Guðbjörg Jóhannsdóttir ferðaþjónustubóndi og umsjónarmaður vallarins.

,,Frá vellinum er mjög gott útsýni inn á Kjöl, til Heklu og Eyjafjalla og niður á Skeið þannig að hér er svo sannarlega hægt að njóta þess að skoða sig um ásamt því að stunda golfið.“

Golfvöllurinn er opin frá klukkan 8 að morgni og til kl. 22 að kvöldi.

Veitingaskáli er á staðnum með léttum veitingum. Mánudaga til fimmtudaga er hann opinn frá kl. 16 til 20 en föstudaga til sunnudaga frá 9 til 21.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga