Greinasafni: Hestar
Ævintýraferðir fyrir fjölskylduna

Kálfholt er vel í sveit sett í Ásahreppi, á bökkum Þjórsár. Þar búa þrjár kynslóðir. – Þau leggja mikið uppúr því að að fjölskyldan öll geti tekið þátt í því sem fram fer.Á móti mér tekur Eyrún Jónasdóttir sem ætlar að leiða mig í sannleikan um starfsemina. Hún segir ásókn fjölskyldufólks í hestaferðir sé alltaf að aukast. Eftir því sem umferðin og skarkalinn í þéttbýlinu vex hefur ásóknin vaxið en fjölskyldurnar leita eftir því að komast í ferðir þar sem börn eru líka velkomin.

Frá Kálfholti eru skipulagðar fjölmargar ferðir fyrir ýmsa hópa en yfirleitt er það haft að leiðarljósi að öll fjölskyldan geti notið ferðarinnar saman.

Eftirtaldar ferðir verða farnar sumarið 2008, nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.kalfholt.is :

Fjölskylduferð
Júní: 18.-19. / 24 - 25. Ágúst:13.- 14.

Tveggja daga ferð í byggð fyrir börn 6-12 ára og foreldra. Traustir hestar og frábærar reiðleiðir utan umferðar

Ævintýraferð
Júlí: 15.-16. / 22.- 23.

Tveggja daga hálendisferð fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 14 ára sem hafa nokkra reynslu af hestamennsku.

Valkyrjuferð
Júlí: 18.- 20. / 25. - 27.

Fyrir konur er vilja upplifa skemmtilega helgi á fjöllum.

Landsmót 2008
Einnig munum við skipuleggja sérstaka útreiðartúra í tengslum við Landsmót hestamanna 2008, bæði stutta útreiðartúra fyrir börn sem og fullorðna. Einnig verður farin sérstök þriggja daga Landsmótsferð dagana 7. - 9. júlí.

Töltferð
Júlí:10. - 12.

Þriggja daga helgarferð um Holtamannaafrétt. Þægileg tveggja hesta reið í frábæru umhverfi.

Vekringaferð
Ágúst: 6. - 10.

Fimm daga hálendisferð fyrir vana knapa.

Fyrir utan hestaferðirnar er stunduð hrossarækt í Kálfholti, en hún hófst markvisst kringum 1985, þegar þau fengu til sín stóðhestinn Byr frá Jóni í Skollagróf.

Nánari upplýsingar varðandi hrossaræktina er að finna á slóðinni: 
http://www.kalfholt.is/Default.asp?Page=255


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga