Greinasafni: Ferðaþjónusta
Óbyggðaferðir

Gisti og ferðaþjónusta

Óbyggðaferðir bjóða upp á fjölbreyttar skoðunarferðir á götuskráðum fjórhjólum.

Að sögn þeirra Óbyggðaferðamanna þakka þeir ekki síst staðsetningu fyrirtækisins í Hólaskógi rétt ofan Þjórsárdals í Skeiða og Gnúpverjahreppi hversu ferðamöguleikar eru margir og fjölbreyttir enda Hekla, Háifoss, Gjáin, Stöng, Laxárgljúfur, Landmannalaugar og margir aðrir áhugaverðir áfangastaðir í næsta nágrenni. Hólaskógur hefur til margra ára verið vinsæll áfangastaður hestamanna á ferðum þeirra um hálendið enda aðstaða fyrir þá hin besta á svæðinu. Skálinn er stórglæsilegur . Hann er tvær hæðir, vel búinn þægindum svo sem sturtum og tveimur góðum eldhúsum. Gistirými er fyrir 85 manns.Síðastliðinn vetur var bætt við glæsilegu sánahúsi rétt við skálann. Ættu allir að geta látið ferðaþreytuna líða úr sér þar við lok dags.Rétt er að geta þess að Óbyggðaferðir hafa einnig rekstur Þjórsárdalslaugar á sinn könnu í sumar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.obyggdaferdir.is

eða í síma 661-2503 / 661-2504.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga