Greinasafni: Hestar
Notalegt andrúmsloft þar sem hver gestur er einstakur
Hestheimar er rótgróið fyrirtæki í ferðaþjónustu með áherslu á hestasýningar og hestaferðir. Í Hestheimum finnur þú einnig hestasölu, hestakaup, hestaræktun, hestaleigu, gistingu, veitingar og margt fleira. Verið velkomin!

Á Hestheimum búa Lea Helga Ólafsdóttir og Marteinn Hjaltested, ásamt börnunum þremur: Ísak Frey, Sunnevu Eik og Hákoni Snæ. Einnig er fjöldi hrossa, kindur, lömb, kisa, kanína og 2 hundar.

 
Boðið er upp á :

- Hestaleigu frá einni klukkustund upp í dagsferðir; skemmtilegar leiðir þar sem náttúrufegurðin nýtur sín

- Lengri og styttri hestaferðir þar sem allur nauðsynlegur búnaður er innifalinn

- Gistingu í notalegu Gestahúsi með heitum potti, svo og á vinalegu svefnlofti yfir hlöðunni

- Veitingar fyrir smærri og stærri hópa, heimilislegur sveitamatur þar sem allt brauð og kökur er heimabakað og gómsætt

- Hestasýningar, þar sem farið er yfir sögu og kosti íslenska hestins. Hægt er að fá mat eða kaffiveitingar um leið, ef óskað er.

- Hestasölu, þar sem boðið er upp á úrval söluhrossa við allra hæfi

- Helgarreiðnámskeið fyrir fullorðna, erum með 10 af bestu reiðkennurum landsins á skrá. Alls konar dekur í boði, s.s. nudd, jógakennsla, lifandi tónlist o.fl.

- Reiðnámskeið fyrir 8-12 ára börn, 11-15. ágúst og 18.-22. ágúst 2008. Aðeins 20 börn komast að. Gisting, fæði, reiðkennsla, útreiðartúrar og afþreying innifalið í verði.

- Hvata- og óvissuferðir fyrir fyrirtæki. Hægt er að snæða í veitingaaðstöðunni sem tengd er reiðhöllinni, fá lifandi tónlist, og taka svo sporið eftir matinn ! Línudanskennsla einnig í boði.

- Notalegt andrúmsloft þar sem hver gestur er einstakur

Hestheimar, 851 Hellu, sími: 487-6666, netfang: hestheimar@hestheimar.is, www. hestheimar.is

Hestheimar eru við þjóðveg 1, vegur nr. 281, aðeins klukkutíma akstur frá Reykjavík.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga