Greinasafni: Hótel og gisting
Galtalækur 2 sem er í Landsveit í Rangárvallasýslu
  Útivera með fjölskyldunni í námunda við Heklu  

Fyrir þá sem vilja komast í frið og ró út á landsbyggðina og vilja vera laus við ysið og lætin í fjölmenninu er upplagt að gera sér ferð í Galtalæk 2 sem er í Landsveit í Rangárvallasýslu. Þar eru hjónin Sigurbjörg Elimarsdóttir og Sveinn Sigurjónsson að byggja upp ferðamannastarfsemi með gistrými í smáhýsum og tjaldsvæði og ekki er verra að vera með veiðistöngina í skottinu þar sem nánast er hægt að veiða í nokkurra metra fjarlægð. Auk þess að bjóða upp á veiði bjóða Sigurbjörg og Sveinn upp á skoðunarferðir í ósnorta náttúruna þar sem margt fallegt og merkilegt er að sjá.


Ánægðir ungir veiðimenn með beiði úr Tangavatni


Veiðin er sótt í fallegt lítið vatn sem heitir Tangavatn og er fiski sleppt í vatnið, en fiskeldisstöð er í Galtalæk 2. Það er því tilvalið er því að fara með smáfólkið og freista þess að veiða á grillið eða bara njóta náttúrufegurðarinnar.

Kærleikur, kraftur og kyrrð
Að sögn Sigurbjargar er kjörorð þeirra Kærleikur, kraftur, kyrrð: “Það eru ekki nema tvö ár síðan við byrjuðum að byggja upp starfsemina hér í Galtalæk 2 og erum við smám saman að auka við starfsemina. Við erum með þrjú smáhýsi sem við leigjum út, smáhýsi sem hafa notið vinsælda og svo eru við með gott tjaldsvæði. Í sumar erum við að koma upp skála sem er að verða tilbúinn og verður komin í gagnið í júní. Þar verður góð aðstaða fyrir ýmislegt, meðal annars hópa sem vilja halda saman og snyrtiaðstaða fyrir þá sem tjalda.Við erum langt komin með skálann og bindum miklar vonir við að hann eigi eftir að þétta starfsemi okkar og vonandi mun hann hafa áhrifi á það að hópar komi til okkar og dvelji hjá okkur en í skálanum geta setið 50 til 60 manns með góðu móti.”

Galtalækur 2 í Landssveit.

.Erum alltaf að læra

Sigurbjörg og Sveinn eru bjartsýn á framhaldið: “Hér er margt hægt að gera, skoðanaferðir eru vinsælar og ekki er verra að fara í slíka ferð þegar Hekla skartar sínu fegursta. Við tökum á móti öllum og það hefur sýnt sig að nokkuð jöfn skipting er hjá okkur á milli útlendinga og Íslendinga.”

Talið berst að Tangavatni sem hefur mikið aðdráttarafl. Vatnið liggur í lítilli kvos með Heklu sjálfa í bakgrunni til austurs, en til norðurs blasir Búrfell við og þetta er sannarlega ekki amalegt umhverfi til að slappa af smá stund og leyfa ungum veiðimönnum njóta sín: “Vatnið nýtur mikilla vinsælda sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. Þurrt er í kringum tjörnina og liggur við að hægt sé að fara á inniskónum til að veiða.

Þrátt fyrir að við séum að byggja upp svæðið og eigum ýmislegt eftir til að gera staðinn að þeirri framtíðarsýn sem við sjáum fyrir okkur þá fengum við samt viðurkenningu frá umhverfisnefnd sveitarfélagsins fyrir snyrtimennsku síðastliðið sumar og erum ákaflega ánægð með að fá slíka viðurkenningu sem segir okkur að við erum á réttri leið. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt en reksturinn hefur gengið framar vonum hingað til og við lítum björtum augum til framtíðarinnar.”

Ferðaþjónustan Galtalæk 2 
við veg 26     
Símar: 487 6528 og 861 6528 
gl2@simnet.is
www.1.is/gl2/


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga