Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Árhús. - Stórkostlegt útsýni yfir Ytri-Rangá

Árhús er fjölskyldufyrirtæki sem rekur veitingastað, smáhúsagistingu og stórt og gróið tjaldsvæði í kyrrlátu og notalegu umhverfi á bökkum Ytri-Rangár á Hellu. Tjaldsvæðið þykir eitt það fullkomnasta á landinu. Það er mjög gróið og skjólsælt með háum trjám, með sturtu/salernishúsi, rafmagni fyrir húsbíla, þvottavél/þurrkara og leiktækjum. Í tengingu við tjaldsvæðið er salur og grilltjald þar sem gestir geta eldað sér og tekur salurinn allt að 100 manns í sæti.

Húsin eru 21 eða 28 leigueiningar og taka þau allt að 90 manns í gistingu. Flest þeirra eru með sturtu/wc og eldunaraðstöðu og hægt er að leigja þau með eða án rúmfata.

 

Veitingastaðurinn er með fjölbreyttan matseðil og er staðsettur við bakka Ytri-Rangár með stórkostlegu útsýni yfir ánna. Þar getur fólk komið við hvenær sem er og gætt sér á ljúffengu kaffi og kökusneið, fengið sér pizzu með börnunum eða dýrindis steik í notalegu og heimilislegu umhverfi. Einnig taka eigendur Árhúsa að sér alls kyns veislur og hópa, allt frá barnaafmælum, ættarmótum og upp í 150 manna brúðkaupsveislur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga