Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Country Hótel Anna - Rómantík undir Eyjafjöllum
Þetta Country Hótel Anna er staðsett að bænum Moldnúpi undir Eyjafjöllum við Ásólfsskálaveg nr. 246 mitt á milli Seljalandsfoss og Skógarfoss. Hótelið er minnsta 3ja stjörnu hótel á Íslandi. Í sumar verða 7 herbergi í boði. ,,Stærð hótelsins gerir okkur kleift að veita persónulega þjónustu í rólegu, fallegu og rómantísku umhverfi. Öll húsgögnin hjá okkur eru antik. Við höfum náð þeim áfanga að fá umhverfisvottun frá kerfi sem heitir Green Globe. Það er góður gæðastimil, segir Eyja Þóra Einarsdóttir hóteleigandi.

Tveggja mann herbergi með morgunmat kostar 15.600 yfir sumartímann. Hægt er að fá kvöldmat á kvöldin. ,,Við erum með mat úr íslenskri náttúru og leggjum áherslu á gott hráefni. Einnig rekum við kaffihús á sumrin með léttum veitingum.
 
Gamla fjósinu á bænum hefur verið breytt í 50 manna veitingasal sem hlotið hefur nafnið Önnuhús. Moldnúpur er bernskuheimili listvefarans og rithöfundarins Önnu frá Moldnúpi og er nafngiftin þaðan komin. Önnuhús er innréttað í rómantískum stíl þar sem andi liðinna tíma ræður ríkjum. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2001 og hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegt andrúmsloft og góðar veitingar. Á sumrin er kvöldmatur í boði fyrir gesti og gangandi frá kl. 19.00 til 20.30. Betra er að panta fyrirfram ef hægt er.

,,Ferðamenn geta notið kyrrðarinnar sem hér er, farið í gönguferðir eða slappað af í heita pottinum. Við erum einnig með sauna. Síðan er upplagt að fara í dagsferðir héðan t.d. í Þórsmörk, skoða Seljalandsfoss, heimsækja byggðasafnið á Skógum og skoða Skógarfoss í leiðinni. Þá er hægt að skreppa til Vestmanneyja frá Bakkaflugvelli, skoða Njálusetur eða Heklu. Einnig er hægt að fara í vélsleðaferðir eða fljótagistinu.

Eyja Þóra segir að til standi að opna sýningu á staðnum um ævi og störf Önnu frá Moldnúpi en sú kona var um margt mjög merkileg. Hún tók sig upp rétt eftir seinni heimstyrjöldina og ferðaðist um heiminn og skrifað fjölda ferðabóka um það ferðalag. Sýningin verður í fjósinu.
Á bænum Moldnúpi eru kindur, hross, nokkrar hænur, hundar og kettir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga