Ilmandi brauð og ljúffengar kökur
  Ilmandi brauð og ljúffengar kökur

„Það er tilvalið fyrir þá sem eru að ferðast um suðurland að koma við í bakarínu hjá okkur og byrgja sig upp af nýju brauði eða kökum og öðru því sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Ómar Ásgeirsson bakari og eigandi að bakaríinu Kökuvali sem er til húsa að Þingskálum 4, Hellu.

Í bakarínu getur fólk líka stoppað og fengið sér kaffi og meðlæti. Bakaríið er opið frá kl. 8 til klukkan 17:30 virka daga og um helgar á sumrin.

,,Við erum með mikið úrval og allt er nýtt og ferskt. Við fylgjumst með öllum nýjungum og erum að prófa eitthvað nýtt í hverri viku. Við bökum um 20 til 30 gerðir af brauðum á hverjum degi, 8 tegundir af rúnstykkjum bæði grófum og fínum og um 20 til 30 tegundir af kökum. Alls erum við með um 300 vöruflokka. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur,“ segir Ómar.

Bakaríið Kökuval selur einnig mjólk og aðrar mjólkurvörur, gosdrykki, djús, salöt á brauð og annað álegg. „Við seljum einnig kjúklinga tilbúna á grillið,“ segir Ómar.

Ómar segir að grófu brauðin og heilsusamlegri séu alltaf að verða vinsælli á kostnað hvíta brauðsins. Speltbrauð sé mjög vinsælt um þessar mundir. ,,En hið hefðbundna bakkelsi er þó alltaf jafnvinsælt eins og snúðar og vínarbrauð.“

Bakaríið Kökuval tekur einnig að sér að baka tertur fyrir hvers konar veislur.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga