Greinasafni: Ferðaþjónusta einnig undir: Hestar
Á hestum um hálendið

Að Ási I í Ásahreppi er starfrækt ferðaþjónustufyrirtækið Ás/hestaferðir en einnig er þar rekin þjónustumiðstöð fyrir hestamenn, þar sem stundaðar eru tamningar ásamt kaupum og sölu á hrossum. Hjá Ás/hestaferðum er aðallega boðið uppá lengri hestaferðir um hálendið. Farið er í 6 til 9 daga ferðir um Landmannalaugasvæðið, Rangárvallaafrétt, Holtamannaafrétt og í Þjórsárdalinn. Þá er í sumar boðið upp á ferð í Arnarfell hið mikla og Kerlingafjöll við jaðar Hofsjökuls og riðið um Gnúpverja-og Hrunamannaafrétt.  Landslag á þessum slóðum er víða afar fagurt og stórbrotið og er vel skipulögð hestaferð í góðum selskap, einhver besta leiðin til að upplifa það.
Hestaferðirnar eru hugsaðar fyrir fólk sem hefur a.m.k. einhverja reynslu af hestamennsku. Í verði ferðanna er innifalið; hestar, reiðtygi, reiðhjálmar, regnföt . gisting, og sérstök áhersla er lögð á að bjóða upp á gott fæði úr góðu hráefni. Matseðill dagsins hljóðar upp á; kjarngóðan morgunverð, hver og einn velur sér síðan brauð, álegg og ávexti í nesti fyrir daginn, og þegar í náttstað kemur bíður kokkurinn með ljúffengan kvöldverð. Ef þess er óskað, býðst akstur á flugrútuna á BSÍ í upphafi og lok ferðar. Guðmundur Hauksson, tamningamaður, reiðkennari, og ferðaþjónustubóndi í Ási, segir Norðulandabúa og Hollendingar hafa verið fjölmennasta hópinn sem sótt hafi í þessar ferðir hingað til, en hann vill gjarnan sjá fleiri Íslendinga. Þátttaka þeirra hefur þó farið vaxandi og þá gjarnan með eigin reiðhesta sem er að sjálfsögðu velkomið.Verð pr. mann, á ferðum eins og þessum er um tuttugu þúsund krónur fyrir hvern dag.

,,Við leggjum áherslu á að vera aðeins með litla ca. 10 manna hópa hverju sinni, og gott og glaðvært starfsfólk með mikla þjónustulund. Þannig getum við boðið upp á góða og persónulega þjónustu. Til þess að vera viss um að þátttakendur njóti ferðanna leggjum við metnað í vera með góða, vel töltgenga hesta. Þá stillum við dagleiðunum í hóf eins og kostur er , 15 til 30 km á dag. Það eru forsendurnar fyrir því að hross haldist fersk og góðgeng og þátttakendur njóti hvers dags;” segir Guðmundur.

Ás 1
851 Hella
Tel: 487-5064  - 897-3064
www.as1-iceland.com
gudm@itn.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga