Greinasafni: Ferðaþjónusta
Ævintýraferð með hertrukk
 
Tjald-og útivistarsvæðið Grandavör er staðsett á Landnámsjörðinni Hallgeirsey í Austur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Sigursæll ehf. Rekur Grandavör sem er fyrst og fremst tjaldsvæði sem er opið á tímabilinu júní til september.

Svæðið býður upp á ýmiskonar afþreyingu meðal annars ævintýralegar fjöruferðir á sérstökum hertrukk. ,,Það má segja að Grandavör sé fjölskylduparadís á suðurstöndinni. Héðan er stórkostleg fjallasýn í norðri og Vestmannaeyjar í suðri. Þetta er tjald-og útivistarsvæði með afþreyingu fyrir börn á öllum aldri. Það er upplagt fyrir einstaklinga, fjölskyldur og litla hópa að koma hingað og dvelja hér. Hér er hægt að halda ættarmót, afmæli, koma í óvissuferðir og fleira,“ segir Siguður Jónsson umsjónarmaður svæðisins.

Grandavör var vígð við hátíðlega athöfn þann 24.júlí árið 2004 að viðstöddu margmenni. Fornar heimildir greina frá því að í Hallgeirsey hafi verið stunduð sjósókn af miklum krafti. Aldrei hvarflaði það að mönnum að hægt væri að koma upp bryggju á þessum slóðum. Nú er hins vegar komin bryggja í Hallgeirsey og heitir hún Grandavör. Hún er á þurru landi og stendur við Púkapytt í gamla kartöflugarðinum. Nokkrir bátar standa þarna í bryggunni og er gaman fyrir gesti að skoða þá.

Heimsíða tjaldsvæðisins er www.grandavor.net.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga