Íþróttahúsið Þykkvabæ

Einkaveröld í Þykkvabænum
Þykkvibær er staður sem margir tengja við kartöflurækt enda ekki að ósekju, staðurinn er miðpunktur kartöfluræktar á landinu, hitt vita færri að Þykkvibær er elsta sveitaþorp á Íslandi einsog Árni Óla getur um í bók sinni “Þúsund ára sveitaþorp”.

Rétt áður en ég kem að Hellu beygi ég niður til hægri og held áfram þennan 16 km spotta niður að Þykkvabænum. Það fyrsta sem ég sé er íþróttahús og tjaldstæði, en í hlaðinu tekur Lilja Þrúðmarsdóttir á móti mér. Hún segir mér strax að það sé búið að leggja töluvert í það að gera aðstöðuna sem besta fyrir gesti á tjaldstæðinu, þannig hafa þeir fullan aðgang að snyrtiaðstöðunni í íþróttahúsinu og sundlaugin er í örskots fjarlægð (á Hellu).

Við ræðum um hvað a fólk það sé sem aðallega nýti sér aðstöðuna, en þá segir Lilja að það sé mikið um hópa af öllum stærðum og gerðum, en oft komi sama fólkið ár eftir ár. Einn aðal kosturinn við staðinn fyrir hópa er að hópurinn er útaf fyrir sig í rólegu og barnvænu. – Staðurinn er sérstaklega vinsæll fyrir ættarmót, fyrirtækjaferðir og samkomustaður fyrir félagssamtök.

Staðurinn býður uppá óvenjulega upplifun, ströndin er mjög tilkomumikil á þessum stað og ýmislegt hægt að gera þar, þá er þarna miðstöð kartöfluræktar eins og áður sagði og ýmislegt um að vera í sambandi við það.

Að lokum benti Lilja okkur á að nánari upplýsingar sé að finna á slóðinni www.rangarthing.is eða hafa samband í síma 898 3056, en það sé vissara að panta með fyrirvara fyrir hópa.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga