Njálunaut
  Njálunaut er nýtt fyrirkomulag við sölu nautakjöts á Íslandi þar sem neytendum er gefinn kostur á að kaupa úrvals nautakjöt beint frá bónda milliliðalaust. Vörunni er ekið heim að dyrum sé þess óskað. Framleiðsla Njálunauts fer fram á býlinu Vestra-Fíflholti í Landeyjum sem er um 12 km frá Hvolsvelli

Á býlinu eru jafnan í eldi um 200 gripir sem eru að mestu af íslenskum stofni. Slátrun fer fram í löggiltu sláturhúsi á Suðurlandi. Viðskiptavinir Njálunauts fá aðeins keypt kjöt úr gæðaflokkunum UN1 og UN1A úrval nema annars sé óskað. Kjötið er heilbrigðisskoðað af dýralæknum.

,,Njálukjöt er góður valkostur fyrir þann ört stækkandi hóp viðskiptavina sem vill vita hvað er á matardisknum, hvaðan kjötið kemur, hvernig það hefur verið meðhöndlað og hvers sé að vænta,“ segir Ágúst Rúnarsson en fyrirtækið er í eigu hans og konu hans Ragnheiðar Jónsdóttur. Ágúst og Ragnheiður hafa stundað eldi á nautgripum um margra ára skeið.

Ágúst segir að nú sé hægt að panta kjötið beint af vefnum www.njalunaut.is.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga